Utanríkisráðuneytið hefur afhent Alþjóða vinnumálastofnuninni,, ILO fullgildingarskjöl Íslands varðandi samþykkt stofnunarinnar nr. 138 um lágmarksaldur við vinnu. Þar með tekur samþykktin gildi hér á landi.

Utanríkisráðuneytið hefur afhent Alþjóða vinnumálastofnuninni,, ILO fullgildingarskjöl Íslands varðandi samþykkt stofnunarinnar nr. 138 um lágmarksaldur við vinnu.

Þar með tekur samþykktin gildi hér á landi.

Samþykktir Alþjóða vinnumálastofnunarinnar eru 81 og lúta að málum á vinnumarkaði. "Sjö þeirra eru grundvallarsamþykktir og við höfðum fullgilt sex af þessum sjö en ekki samþykkt 138 um lágmarksaldur til vinnu eða um vernd unglinga til vinnu," sagði Hervar Gunnarsson, 1. varaforseti ASÍ, en hann gerði grein fyrir samþykktinni á miðstjórnarfundi Alþýðusambands Íslands.

"ASÍ hefur margoft reynt að knýja fram fullgildingu á þessari samþykkt, sérstaklega í ljósi þess að hún breytir ekki lagastöðunni hjá okkur og þarf því ekki að fara fyrir Alþingi. Þetta er ein af grundvallarsamþykktunum og því höfum við talið það eðlilegt að við sýndum fordæmi siðmenntaðra þjóða og fullgiltum þessa samþykkt og það hefur nú verið gert."