SKÓGRÆKTARFÉLAG Hafnarfjarðar verður með jólatréssölu á morgun, laugardaginn 11. des. Verður hún í Höfðaskógi við Hvaleyrarvatn frá kl. 13-16. Er ekið inn frá Kaldárselsvegi.

SKÓGRÆKTARFÉLAG Hafnarfjarðar verður með jólatréssölu á morgun, laugardaginn 11. des. Verður hún í Höfðaskógi við Hvaleyrarvatn frá kl. 13-16. Er ekið inn frá Kaldárselsvegi.

Trén, sem eru aðallega stafafura, eru nýhöggvin og rétt er að minna á, að stafafuran fellir ekki barrið. Auk þess verða til sölu greinar og búnt og boðið verður upp á heitt kakó og smákökur.

Í fréttatilkynningu segir: "Kraftur hefur löngum einkennt skógræktarstarfið í Hafnarfirði enda er það hugsjón þeirra, sem að því vinna, að græða upp landið og skila því gróðri vöfðu til komandi kynslóða. Óvíða sést árangur þessa starfs betur en við Hvaleyrarvatn. Þar sem áður voru rofabörð, berar klappir og blásin holt eru nú víða fagrir skógarlundir og mikill skógur í uppvexti.

Skógurinn er þó ekki aðeins fallegur á sumrin, heldur líka þegar greinarnar svigna undan nýfallinni mjöll. Það er tilvalið fyrir Hafnfirðinga og aðra góða gesti að koma og njóta með okkur vetrarfegurðarinnar og ylja sér síðan á heitu kakói."