PRINS Bernhard af Hollandi veitti Ásbirni Björgvinssyni forstöðumanni Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík orðu hinnar Gullnu Arkar í konungshöllinni í Haag fyrir skömmu.

PRINS Bernhard af Hollandi veitti Ásbirni Björgvinssyni forstöðumanni Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík orðu hinnar Gullnu Arkar í konungshöllinni í Haag fyrir skömmu. Aðeins einn Íslendingur hefur áður fengið slíka viðurkenningu en það var fuglafræðingurinn Finnur Guðmundsson.

Ásbjörn hlaut viðurkenninguna fyrir störf í þágu náttúruverndar og fræðslu um hvali og hvalaskoðun við Ísland. Orðan var stofnuð af Prins Bernhard í upphafi sjöunda áratugarins til að verðlauna frumkvöðla í náttúruvernd og fræðslu, og til að hvetja þá til frekari dáða í þágu náttúrunnar. Níu aðrir hlutu jafnframt orðuna að þessu sinni.