DAVID Beckham , leikmaður Manchester United , hefur verið sviptur ökuréttindum í 8 mánuði vegna hraðaksturs. Einnig var hann sektaður um 90.000 krónur fyrir athæfið.
DAVID Beckham , leikmaður Manchester United , hefur verið sviptur ökuréttindum í 8 mánuði vegna hraðaksturs. Einnig var hann sektaður um 90.000 krónur fyrir athæfið.

BECKHAM reyndist við mælingar lögreglu hafa ekið á 121 km hraða þar sem 80 km hámarkshraði var. Hann bar því við að hann hefði verið að forðast ágengan ljósmyndara og því þurft að stíga nokkuð fast á bensíngjöfina.

STEFFEN Iversen segist ekki vilja fara frá Tottenham en orðrómur þess efnis hefur verið uppi. Iver sen á hálft þriðja ár eftir af samningi sínum og segist vilja fá hærri laun, en sem stendur fær hann um 450.000 krónur á viku sem er um sjötti hluti þess sem launahæsti leikmaður Tottenham, David Gin ola , fær.

ARSENE Wenger , knattspyrnustjóri Arsenal, varar Englendinga við að velta vöngum yfir leikjunum við Þjóðverja í undankeppni HM og láta sem aðrir leikir skipti engu máli. Wenger varar sérstaklega við Grikkjum, sem hann segir geta verið mjög skeinuhætta andstæðinga. Þjóðverjar séu ekki eina ógnunin við enska landsliðið í 9. riðli.

JOHN Aldridge , fyrrverandi leikmaður Liverpool , hefur framlengt samning sinn sem knattspyrnustjóri Tranmere til vorsins 2002. Aldridge hefur stýrt 2. deildarliði Tranmere með ágætum árangri síðustu misseri eftir að hann lagði skóna á hilluna. Liðið hefur unnið sex síðustu leiki sína og er komið í fjórðungsúrslit í deildarbikarnum.