BÖRN í 6. bekk í Varmárskóla Mosfellsbæ hafa gefið skólanum sínum tvö stór olíumálverk sem þau unnu undir handleiðslu Tolla á vinnustofu hans í Álafosskvosinni. Verkin voru afhent á laugardag á jólahátíð sem haldin var í Kjarna í Mosfellsbæ.

BÖRN í 6. bekk í Varmárskóla Mosfellsbæ hafa gefið skólanum sínum tvö stór olíumálverk sem þau unnu undir handleiðslu Tolla á vinnustofu hans í Álafosskvosinni. Verkin voru afhent á laugardag á jólahátíð sem haldin var í Kjarna í Mosfellsbæ.

Einnig hafa jólakort verið prentuð eftir málverkunum sem börnin munu selja nú í desember. Með því eru þau að safna fyrir ferð til Akureyrar í vor þar sem ætlunin er að heimsækja vinabekk þeirra í Síðuskóla sem þau hafa skrifast á við í tvö ár.