ELÍSABET Haraldsdóttir sýnir fjöll og fjallabrot úr leir í Listasal Man, Skólavörðustíg 14. Elísabet stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, og í listaháskólanum í Vínarborg og lauk þaðan námi árið 1976.

ELÍSABET Haraldsdóttir sýnir fjöll og fjallabrot úr leir í Listasal Man, Skólavörðustíg 14.

Elísabet stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, og í listaháskólanum í Vínarborg og lauk þaðan námi árið 1976.

Eftir nám og störf erlendis fluttist hún að Hvanneyri í Borgarfirði. Þar hefur hún unnið að listsköpun sinni í náinni snertingu við óbyggðir og fjalllendi héraðsins, sem kemur sterkt fram í verkum hennar, segir í fréttatilkynningu. Þessi fjallasýn er því megininntak sýningarinnar sem ber heitið: Trúin flytur fjöll...

Sýningin verður opin á verslunartíma út árið.