FÉLAGSMÁLARÁÐ Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum föstudaginn 3. desember s.l. að jólauppbót frá Tryggingastofnun ríkisins eða frá atvinnurekendum komi ekki til lækkunar á fjárhagsaðstoð nú í desember.

FÉLAGSMÁLARÁÐ Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum föstudaginn 3. desember s.l. að jólauppbót frá Tryggingastofnun ríkisins eða frá atvinnurekendum komi ekki til lækkunar á fjárhagsaðstoð nú í desember.

Jólauppbót frá Tryggingastofnun ríkisins er greidd öryrkjum og ellilífeyrisþegum sem hafa tekjutryggingu og/eða heimilisuppbót og/eða sérstaka heimilisuppbót. Jólauppbót er eingöngu greidd öryrkjum og ellilífeyrisþegum sem hafa tekjutryggingu, heimilisuppbót eða sérstaka heimilisuppbót. Jólauppbótin er 30% af tekjutryggingu hvers og eins. Full tekjutrygging er 29.747 kr. Áætlað er að kostnaður Félagsþjónustunnar í Reykjavík verði að hámarki 1.500.000 kr.