BONO, söngvari hljómsveitarinnar U2, býður góð fundarlaun fyrir tösku sem hann týndi í Dublin síðastliðinnmánudag.
BONO, söngvari hljómsveitarinnar U2, býður góð fundarlaun fyrir tösku sem hann týndi í Dublin síðastliðinnmánudag. Taskan, sem er úr leðri, týndist við Clarence-hótelið, sem tilheyrir viðskiptaveldi hljómsveitarinnar og enn sem komið er hefur enginn gefið sig fram með töskuna góðu. Að sögn talsmanns hljómsveitarinnar er tölva í töskunni auk persónulegra skjala og minnisblokkar. Hann sagði ennfremur að taskan væri Bono mikils virði. "Við erum tilbúnir að borga ef við fáum töskuna til baka og munum ekki spyrja neinna spurninga," sagði talsmaðurinn. Að sögn heimildarmanns munu fundarlaunin vera kringum 180 þúsund krónur.