Ingimar Baldvinsson
Ingimar Baldvinsson
Fyrirhugaðar eru breytingar á ræktunartakmarki íslenska hestsins og veitir ekki af þar sem við höfum ekki verið að rækta í samræmi við óskir markaðarins. Til dæmis í Bandaríkjunum og Kanada, sem á eftir að verða okkar stærsti markaður í framtíðinni.

Fyrirhugaðar eru breytingar á ræktunartakmarki íslenska hestsins og veitir ekki af þar sem við höfum ekki verið að rækta í samræmi við óskir markaðarins. Til dæmis í Bandaríkjunum og Kanada, sem á eftir að verða okkar stærsti markaður í framtíðinni.

Þar erum við fyrst og fremst að keppa við ýmis ræktunarafbrigði af "quarter horse" þar sem aðaltakmarkið er fallegur hestur með langan og þunnan háls. Við þurfum að rækta falleg hross, bollétt og framfalleg með hreint tölt, toppgeðslag og góðan vinnuvilja, ekki harðviljug hross með misjafnt geðslag, og jafnvel byggingu sem frekar minnir á naut og alltof oft bundið hægatölt. Það er ekki það sem vantar.

Samkvæmt nýja ræktunartakmarkinu verður vægi byggingarinnar minnkað verulega en vægi fegurðar í reið, vilja og geðslags aukið verulega og það lagt á herðar dómara að vinna úr þessu huglæga mati. Þá minnkar áhersla á höfuð, bak og lengd, ásamt réttleika og fótagerð verulega. Þetta tel ég varhugavert og ekki vænlegt til að skila okkur fallegri hrossum í framtíðinni. Frítt höfuð og falleg yfirlína hlýtur að vera mikilvægt, ásamt réttri og góðri fótagerð. Ég tel ekki ráðlegt að raska hlutföllum byggingar og hæfileika svona mikið í byrjun en hækka hins vegar vægi háls, herða og bóga verulega í byggingareinkunn, en vægi fegurðar í reið, vilja og geðslags minna. (Það vantar betri leið til að dæma vilja og geðslag.) Þó mun hækkað vægi fegurðar í reið gera dómurum kleift að hafa meiri áhrif í samræmi við höfuðburð, útgeislun og fas, en jafnframt þessu þarf að hækka vægið á hreinu hægatölti. Með þessu móti getum við tryggt okkur fallegri, fasmeiri og hreingengari hross í framtíðinni.

Ég vil svo að lokum benda Hrossaræktarsamtökum Suðurlands á að hugsa um komandi kynslóðir í hrossarækt þegar 'Islendingar verða búnir að tapa forystunni í markaðs og sölumálum íslenska hestsins sökum óhefts aðgangs útlendinga í okkar bestu erfðaefni, að sækja um innflutningsleyfi fyrir sæði úr íslenskum hestum um leið og þeir sækja um útflutningsleyfið fyrir það.

Sköpulag er nú verður gæti
Eiginleiki % % orðið
Höfuð 5,0 2,5 5,0
Háls, herðar
og bógar 10,0 10,0 15,0
Bak og lend 7,5 2,5 5,0
Samræmi 7,5 7,5 7,5
Fótagerð 7,5 5,0 5,0
Réttleiki 5,0 2,5 2,5
Hófar 7,5 7,5 5,0
Samtals 50,0 37,5 45,0
Kostir er nú verður gæti
Eiginleiki % % orðið
Fet 0,0 0,0 0,0
Tölt 14,3 15,0 15,0
Brokk 5,7 8,0 7,0
Skeið 7,2 9,0 8,0
Stökk 4,3 5,5 5,0
Vilji 8,6 12,5(lund) 10,0(lund)
Geðslag 4,3
Fegurð í reið 5,7 12,5 10,0
Samtals 50,0 62,5 55,0

Ingimar Baldvinsson,

áhugamaður um íslenska hestinn,

Fossheiði 48, Selfossi.

Frá Ingimar Baldvinssyni: