ÞORBJÖRN Atli Sveinsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Fram, en hann er hefur verið hjá Bröndby í Danmörku síðasta hálft annað árið.

ÞORBJÖRN Atli Sveinsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Fram, en hann er hefur verið hjá Bröndby í Danmörku síðasta hálft annað árið. "Þorbjörn er alinn upp hjá félaginu og við erum ánægðir með að hafa komist að samkomulagi við hann," sagði Erlendur Magnússon, formaður leikmannanefndar Fram. "Þorbjörn kemur frá Danmörku reynslunni ríkari og veit hvað þarf til þess að vera í fremstu röð," sagði Erlendur ennfremur. Þorbjörn er fjórði leikmaðurinn sem gengur til liðs við Fram frá því að leiktíðinni lauk í haust, hinir eru Valur Fannar Gíslason, Kristófer Sigurgeirsson og Fjalar Þorgeirsson.

"Ég reikna ekki með því að við bætum við okkur fleiri leikmönnum, nú er komin nokkuð skýr mynd á þann hóp sem við ætlum að tefla fram á næstu leiktíð," sagði Erlendur.