[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
HJARTAKNÚSARARNIR í strákasveitinni Backstreet Boys komu, sáu og sigruðu á Billboard-tónlistarhátíðinni á miðvikudag þar sem þeir voru kjörnir tónlistarmenn ársins 1999.

HJARTAKNÚSARARNIR í strákasveitinni Backstreet Boys komu, sáu og sigruðu á Billboard-tónlistarhátíðinni á miðvikudag þar sem þeir voru kjörnir tónlistarmenn ársins 1999. Hátíðin fór fram á MGM hótelinu í Las Vegas og voru þar verðlaunaðir sem fremstu listamenn ársins, auk þess sem lög og plötur ársins voru valin eftir sölu og útvarpsspilun.

Suðræni söngvarinn Ricky Martin var valinn listamaður ársins og söngkonan unga, Britney Spears, sem hefur hlotið fjölda verðlauna í ár, var valin listakona ársins og einnig nýliði ársins. Fyrsta plata Spears, ... Baby one more time, hefur selst í um 7 milljónum eintaka og hefur t.d. setið í efstu sætum metsölulista hérlendis í margar vikur.

Backstreet Boys hafa bætt um betur og hefur plata þeirra, Millenium, selst í yfir 8 milljónum eintaka í Bandaríkjunum einum saman.

Engum kom á óvart að stúlkurnar í Dixie Chicks voru valdar sveitasöngvarar ársins auk þess sem R. Kelly hreppti R&B tónlistarverðlaunin og Jay-Z var valinn rappari ársins.

Mariah Carey hefur verið að um árabil og var af því tilefni heiðruð sem tónlistarmaður áratugarins og rokksveitin Aerosmith hreppti hin eftirsóttu afreksverðlaun.

Verðlaunahátíðinni var sjónvarpað í beinni útsendingu á Fox-sjónvarpsstöðinni en ýmsir skemmtikraftar stigu á svið. Þeirra á meðal voru rokkararnir í Metallica með strengjahljómsveit sér til fulltingis, leik- og söngkonan Jennifer Lopez tók snúning auk þess sem Ricky Martin og Britney Spears skemmtu árhorfendum.