[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
TIL stendur að byggja til vesturs við hús númer 22 við Tryggvagötu, betur þekkt sem veitingahúsið Gaukur á Stöng. Hafist verður handa við framkvæmdirnar um leið og leyfi fæst hjá byggingarnefnd Reykjavíkurborgar.

TIL stendur að byggja til vesturs við hús númer 22 við Tryggvagötu, betur þekkt sem veitingahúsið Gaukur á Stöng.

Hafist verður handa við framkvæmdirnar um leið og leyfi fæst hjá byggingarnefnd Reykjavíkurborgar.

Viðbyggingin verður 307 fermetrar, steinsteypt, með einni hæð og risi líkt og eldra húsið. Gert er ráð fyrir að þar verði veitingarekstur fyrir allt að 640 manns samanlagt.

Framkvæmdir munu líklega taka um sex mánuði og að sögn Finns Björgvinssonar arkitekts, munu þær valda lítilli röskun í Tryggvagötunni.