Matthías Johannessen
Matthías Johannessen
VIÐ Kárahnjúka og önnur kennileiti heitir bók eftir Matthías Johannessen. Í bókinni eru m.a greinar og ljóð sem birst hafa í Helgispjöllum Matthíasar í Morgunblaðinu og í Lesbók Morgunblaðsins. Bókin hefst á greininni Samkenndarþjóðfélagið sem fjallar m.
VIÐ Kárahnjúka og önnur kennileiti heitir bók eftir Matthías Johannessen. Í bókinni eru m.a greinar og ljóð sem birst hafa í Helgispjöllum Matthíasar í Morgunblaðinu og í Lesbók Morgunblaðsins.

Bókin hefst á greininni Samkenndarþjóðfélagið sem fjallar m.a. um sérkenni Íslendinga, víkinga og menningu þeirra.

Meðal annarra greina er Ábyrgð fréttamanna og þörfin fyrir sterka ritstýringu, grein um Geir Hallgrímsson, ítarleg ritgerð um Jónas Hallgrímsson og umhverfi hans og grein um hvað skáldin hafa sagt um Jónas og arfleifð hans.

Mörg ljóð bókarinnar fjalla um samtíð okkar "fréttatengt umhverfi" og hversdagslífið en líka sígild efni eins og trúarlíf, helgirit, Kíkóta riddara og Grikkland.

Útgefandi er Árvakur hf. Bókin sem er unnin í Prentsmiðju Morgunblaðsins og Odda er 318 bls. Kápa er eftir Helgu Guðmundsdóttur.