Landstvímenningurinn í kvöld Landstvímenningurinn 1999 sem jafnframt er samnorrænn tvímenningur, verður spilaður í kvöld á eftirfarandi stöðum: Akranes, Patreksfjörður, Þingeyri, Siglufjörður, Akureyri, Húsavík, Seyðisfjörður, Hornafjörður og Reykjavík.

Landstvímenningurinn í kvöld

Landstvímenningurinn 1999 sem jafnframt er samnorrænn tvímenningur, verður spilaður í kvöld á eftirfarandi stöðum: Akranes, Patreksfjörður, Þingeyri, Siglufjörður, Akureyri, Húsavík, Seyðisfjörður, Hornafjörður og Reykjavík. Í Reykjavík verður spilað í Þönglabakkanum og hefst spilamennska kl. 19.00 skráning í s. 587 9360 eða á staðnum. Sigurvegarar samnorræna tvímenningsins í fyrra voru Akureyringarnir Skúli Skúlason og Stefán Stefánsson.

Að spilamennsku lokinni fá þátttakendur bækling með spilunum og umsögn um spilin sem norski landsliðsmaðurinn Boye Brogeland skrifar.

Ágæt þátttaka á fimmtudögum

Fimmtudaginn 2. desember mættu 22 pör að spila. Spilaður var mitchell með þremur spilum á milli para. Miðlungur 216. Lokastaðan varð þessi:

NS

Ísak Örn Sigurðss. - Hallur Símonars. 264

Þorsteinn Joenssen - Kristinn Karlsson 250

Helgi Sigurðsson - Helgi Jónsson 222

AV

Högni Friðþjófss. - Friðþjófur Einarss. 250

Þorsteinn Karlss. - Ormarr Snæbjörnss. 246

Óli Bj. Gunnarss. - Hermann Friðrikss. 235

Ísak og Hallur er þá með besta prósentuskor desembermánaðar sem gefur matarúttekt á Þrjá frakka, 61,1%. Högni, Friðþjófur, Ísak og Hallur eru hæstir í bronsstigunum sem einnig gefur matarúttekt á Þrjá frakka.

Í vetur verða spilaður einskvölds tvímenningar með glæsilegum verðlaunum. Verðlaun fyrir besta árangur hvers mánaðar, úttekt að verðmæti 10.000.

Nú er rétti tíminn að koma sér í æfingu fyrir jólamótin og Reykjavíkurmótið í sveitakeppni. 2., 9., og 16. desember gilda til verðlauna í desembermánuði.

Spilað er í húsnæði Bridssambands Íslands og byrjar spilamennska kl. 19.30. Keppnisstjóri er Eiríkur Hjaltason.

Félag eldri borgara í Kópavogi

Þrítugasta nóv. spiluðu 20 pör tvímenning og urðu úrslit þessi í N/S:

Þorleifur Þórarinsson - Ólafur Láruss. 276

Albert Þorsteinss. - Björn Árnason 274

Ragnar Björnsson - Hreinn Hjartarson 245

Hæsta skor í A/V:

Magnús Oddsson - Guðjón Kristjánss. 277

Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 245

Ásta Erlingsd. - Sigurður Pálsson 238

Föstudaginn 3. des. spiluðu 19 pör og þá urðu úrslit þessi:

Rafn Kristjánss. - Oliver Kristóferss. 258

Þórarinn Árnason - Ólafur Ingvarss. 248

Eysteinn Einarsson - Magnús Halldórss. 240

Hæsta skor í A/V:

Halla Ólafsd. - Ingveldur Viggósd. 249

Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 243

Einar Markússon - Sverrir Gunnarsson 243

Meðalskor báða dagana var 216.