KONISHOKI, einn frægasti kúmóglímumaður Japans, sýndi skemmtilegt látbragð þegar nafn Íslands kom upp úr hattinum þegar dregið var í riðla í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í Tókýó á þriðjudaginn.
KONISHOKI, einn frægasti kúmóglímumaður Japans, sýndi skemmtilegt látbragð þegar nafn Íslands kom upp úr hattinum þegar dregið var í riðla í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í Tókýó á þriðjudaginn. Hann þurrkaði svita á enni sínu í hitasvækjunni sem var í höllinni sem drátturinn fór fram. Michel Zen-Ruffinen, framkvæmdastjóri alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, heldur á borða með nafni Íslands á. Vonandi er þetta látbragð það sem koma skal í HM, að mótherjar Íslendinga svitni er þeir heyra Íslands getið.