EIRÍKUR Önundarson, fyrrum leikmaður ÍR og KR, átti mjög góðan leik með liðinu Holbæk sem vann Sisu 77:64 í dönsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í fyrrakvöld. Hann var stigahæstur í liðinu, gerði 25 stig og tók sjö fráköst.

EIRÍKUR Önundarson, fyrrum leikmaður ÍR og KR, átti mjög góðan leik með liðinu Holbæk sem vann Sisu 77:64 í dönsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í fyrrakvöld. Hann var stigahæstur í liðinu, gerði 25 stig og tók sjö fráköst.

Sisu er talið eitt af þremur sterkustu liðum deildarinnar. Leikur liðanna var jafn lengst af en Holbæk hafði þó oftast með yfirhöndina.

Leikið fyrst gegn Ítalíu

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik, sem er eingöngu skipað leikmönnum sem leika með liðum á Íslandi, tekur þátt í sex þjóða móti í Hollandi 15. til 19. desember. Fyrst verður leikið gegn Ítalíu miðvikudaginn 15. desember, síðan gegn Sádi-Arabíu, Póllandi, Hollandi og síðast gegn Egyptalandi. Allir leikirnir fara fram í Haarlem - fimm leikir á fimm dögum. Ísland hefur einu sinni áður tekið þátt í þessu móti og fagnaði þá sigri.