[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
ROY (Ben Stiller) vinnur á ruslahaug. Yfirmaðurinn er óþolandi og Roy þarf á allri sinni skapstillingu að halda til þess að þola hann. Jeffrey (Hank Azaria) býr heima hjá mömmu sinni og lokar sig inni í herbergi við undarlega iðju. Eddie (William H.

ROY (Ben Stiller) vinnur á ruslahaug. Yfirmaðurinn er óþolandi og Roy þarf á allri sinni skapstillingu að halda til þess að þola hann. Jeffrey (Hank Azaria) býr heima hjá mömmu sinni og lokar sig inni í herbergi við undarlega iðju. Eddie (William H. Macy) er leikinn með skóflu; hann þráir skilning fjölskyldu sinnar en börnin og eiginkonan hafa hann að háði og spotti.

Á daginn eru þeir verkamenn en á næturnar breytast þeir í ævintýrapersónur sem þræða stræti Champion-borgar í leit að þorpurum. Að vísu á borgin sína eigin opinberu ofurhetju. Hún heitir Amazing kapteinn (Greg Kinnear) og hann hefur séð til þess að borgin er nokkurn veginn algerlega laus við glæpi. Þessa dagana er varla nóg að gera á glæpamarkaðinum fyrir eina ofurhetju hvað þá fjórar. En allt er það að breytast til hins verra.

Þannig hljómar í stuttu máli söguþráðurinn í ævintýramyndinni "Mistkery Men" eftir Kinka Usher með hópi þekktra leikara á borð við Ben Stiller, William H. Macy, Greg Kinnear, Hank Azaria og Janeane Garofalo ásamt Wes Studi og Paul Reubens, betur þekktum sem Pee Wee Herman. Einnig má nefna að Lena Olin og Geoffrey Rush koma fram í myndinni.

Myndin er byggð á þekktri hasarblaðasögu sem framleiðandinn Mike Richardson var mjög hrifinn af og kynnti öðrum framleiðanda, Larry Gordon. Þeir ákváðu að gera bíómynd byggða á hasarblaðapersónunum. Framleiðendurnir höfðu úr fjörutíu ólíkum persónuleikum að velja. "Vandamálið var ekki skortur á ofurhetjum heldur að velja og hafna úr þeim stóra hópi sem var fyrir hendi," er haft eftir einum af framleiðendunum.

Kinka kemur úr auglýsingageiranum en þetta er fyrsta bíómynd leikstjórans í fullri lengd. "Við sáum auglýsingarnar hans og hrifumst mjög af þeim," er haft eftir Larry Gordon. Kinka hefur gert auglýsingar fyrir stórfyrirtæki á borð við Coca Cola, Pepsi og Nissan. "Ég hafði svo sem engan sérstakan áhuga á að fara út í bíómyndagerð," segir hann, "en það breyttist snarlega þegar ég las út á hvað "Mistery Men" gekk. Ég hef séð heilan helling af myndum um ofurhetjur af öllum stærðum og gerðum en mér fannst alltaf eitthvað vanta í þær. Svo var ekki í þessu tilfelli."

Geoffrey Rush, sem lék tónlistarmanninn David Helfgott í myndinni "Shine", var fyrsti leikarinn sem samþykkti að leika í myndinni og í kjölfarið kom einn leikarinn á fætur öðrum en leikhópurinn samanstendur af mjög þekktum leikurum úr bandarískum bíómyndum síðustu ára.

"Það hefur verið svolítið klikkað að vinna með þessum hópi," er haft eftir Ben Stiller. "Þetta er svo undarleg blanda af leikurum. Það hefur verið frábært, en skrítið."