LETTNESKA þingið samþykkti í gær breytingar á umdeildri tungumálalöggjöf, sem þykir skipta miklu fyrir viðleitni Lettlands til að fá inngöngu í Evrópusambandið, ESB.
LETTNESKA þingið samþykkti í gær breytingar á umdeildri tungumálalöggjöf, sem þykir skipta miklu fyrir viðleitni Lettlands til að fá inngöngu í Evrópusambandið, ESB. Talsmönnum ESB hefur verið mikið í mun að í lögunum sé tekið tillit til réttinda hins stóra rússneskumælandi minnihluta. Búizt er við því að á leiðtogafundi ESB í Helsinki verði Lettlandi boðið að hefja aðildarviðræður af alvöru.