Minn ljóðgöngull hugur á hánorður leið mig hrífur að ættarjörð sinni, er vorsólin lýsir um lágnættisskeið sem ljóshvel í útfjarðamynni, þar eyjan vor hjartkæra heitkennd við ís sem hafmey úr báróttum Norðursæ rís.

Minn ljóðgöngull hugur á hánorður leið

mig hrífur að ættarjörð sinni,

er vorsólin lýsir um lágnættisskeið

sem ljóshvel í útfjarðamynni,

þar eyjan vor hjartkæra heitkennd við ís

sem hafmey úr báróttum Norðursæ rís.

Já, mig - sem var þrásinnis kveðinn í kút,

og kaus mér að hlusta og þegja,

er hjúfrandi ástaskáld helltu sér út -

ef hendingar kvæði eg til meyja:

Hver tólf-vetra Rósalind reigðist við mér

með "rómaninn" fyrsta í kjöltunni á sér.

---

Stephan G. Stephansson.