Sunnudagur 27. febrúar Heiðmörk - skíðaganga kl. 13.30. Heiðmörk fagnar 50 ára afmæli sínu á menningarárinu og af því tilefni verður efnt til ýmissa viðburða, m.a.
Sunnudagur 27. febrúar

Heiðmörk - skíðaganga kl. 13.30.

Heiðmörk fagnar 50 ára afmæli sínu á menningarárinu og af því tilefni verður efnt til ýmissa viðburða, m.a. skíðagöngumóts eftir göngustígum í Heiðmörk þar sem keppt verður í aldursflokkum og karla- og kvennaflokkum. Keppnissvæðið er við Borgarstjóraplan en eins og venja er til, þegar um viðburði undir berum himni á Íslandi er að ræða, er keppnin háð veðri og vindum.

Job - þjáning manns,

Neskirkja kl. 20:30.

Í einni af bókum Biblíunnar, Jobsbók, er tekist á við spurningu sem á sér djúpar rætur í mannlegri tilveru. Hér glímir maður við Guð sinn - það er trúarleg glíma sem um leið er tilvistarleg glíma mannsins á öllum tímum. Verkið er fyrir einn leikara og tekur um tvær klukkustundir í flutningi. Leikstjóri og leikari verksins, þeir Sveinn Einarsson og Arnar Jónsson, hafa fært texta Jobsbókar í leikbúning. Áskell Másson samdi tónlist og leikhljóð. Síðari sýningin á Job - þjáning manns er 29. febrúar. Miðasala í Neskirkju v/Hagatorg kl. 10-17 alla virka daga og við inngang, Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, og Esso-stöðinni v/Ægissíðu.