Frá undirskrift samnings Ístaks hf. og Strengs hf. Á myndinni eru frá vinstri: Kristján Óskarsson og Jón Heiðar Pálsson frá Streng hf, Páll Sigurjónsson og Þórunn Pálsdóttir frá Ístaki hf., Frans Páll Sigurðsson frá PricewaterhouseCoopers, Sigurjón Pálsson
Frá undirskrift samnings Ístaks hf. og Strengs hf. Á myndinni eru frá vinstri: Kristján Óskarsson og Jón Heiðar Pálsson frá Streng hf, Páll Sigurjónsson og Þórunn Pálsdóttir frá Ístaki hf., Frans Páll Sigurðsson frá PricewaterhouseCoopers, Sigurjón Pálsson
ÍSTAK hf. hefur undirritað samning um kaup á Navision Financials ásamt veflausnum frá Streng hf. Hugbúnaðurinn verður keyrður á MS-SQL 7.0 gagnagrunni ásamt WebBroker, veflausn Strengs.

ÍSTAK hf. hefur undirritað samning um kaup á Navision Financials ásamt veflausnum frá Streng hf. Hugbúnaðurinn verður keyrður á MS-SQL 7.0 gagnagrunni ásamt WebBroker, veflausn Strengs. Um er að ræða samofna heildarlausn hugbúnaðar þar sem viðurkenndar sérlausnir í verkbókhaldi, launa og tímaskráningu eru í fyrirrúmi. PricewaterhouseCoopers hf. annast þarfagreiningu, ferlagreiningu og verkstjórn ásamt Ístaki og Streng.

Í fréttatilkynningu segir að WebBroker frá Streng geri Ístaki kleift að skrá verkbókhald með lágmarkstilkostnaði hvaðan sem er með aðstoð netvafra. Skráningartæki getur verið venjulegur PC-biðlari, ferðavél, PalmPilot, WAP sími og/eða önnur tæki sem geta tengst Netinu.

Sigurjón Pálsson hjá Ístaki hf. segir að Strengur hafi verið valinn eftir útboð og ítarlega skoðun á fyrirtækjum og hugbúnaðarlausnum á íslenska markaðnum. Sérkerfi Strengs, þar á meðal veflausnir, ásamt reynslu Strengs höfðu úrslitaáhrif á val samstarfsaðila.

Að sögn Jóns Heiðars, sölustjóra Strengs hf., hefur Strengur undanfarið unnið að sérlausnum í forða- og verkbókhaldi. Um er að ræða heildarlausn allt frá starfsmannakerfi, tímaskráningu, viðverukerfi, forða- og verkbókhaldi, eignakerfi til launakerfis. Þegar launaútreikningur hefur átt sér stað er launafærslum skilað til baka í verkbókhald sem sýnir ávallt rétt kostnaðarverð sem tryggir rétt uppgjör verka.

Í notkun hjá 35.000 fyrirtækjum

Navision Financials er í dag í notkun hjá meira en 35.000 fyrirtækjum, á 22 tungumálum í 75 löndum. Navision Financials er með Windows 95/98/NT/2000, BackOffice, Office 97 og SQL Server 7.0 vottanir frá Microsoft. Allar lausnir í Navision Financials eru 2000 vottaðar og tilbúnar fyrir evru.

Hjá Streng hf. starfa í dag 70 manns. Strengur hf. hefur selt og þjónustað Navision og Navision Financials síðan 1989.