Sigrún Óskarsdóttir förðunarfræðingur að kenna stúlkunum í 8., 9. og 10. bekk grunnskólans á Þórshöfn undirstöðuatriði í náttúrulegri förðun og húðhreinsun.
Sigrún Óskarsdóttir förðunarfræðingur að kenna stúlkunum í 8., 9. og 10. bekk grunnskólans á Þórshöfn undirstöðuatriði í náttúrulegri förðun og húðhreinsun.
Þórshöfn- Foreldrafélag Grunnskólans á Þórshöfn stóð fyrir því fyrir skömmu að bjóða stúlkunum í þrem elstu bekkjum skólans á stutt námskeið í förðun.
Þórshöfn- Foreldrafélag Grunnskólans á Þórshöfn stóð fyrir því fyrir skömmu að bjóða stúlkunum í þrem elstu bekkjum skólans á stutt námskeið í förðun. Förðunarfræðingurinn Sigrún Óskarsdóttir er nýflutt í plássið og tók því vel að sýna stúlkunum grunnatriði í náttúrulegri förðun.

Þótt úti geisaði stórhríð var vel mætt hjá Sigrúnu sem fór yfir aðalatriði varðandi förðun sem passar unglingsstúlkum og tók sérstaklega fyrir mikilvægi húðhreinsunar. Síðan var hver og ein förðuð eftir sínum litarhætti og var glatt á hjalla hjá stúlkunum. Þegar allar höfðu "sett upp andlitið" var hópurinn festur á filmu og bæði stúlkurnar og kennari þeirra höfðu gagn og gaman af þessari samverustund.