Loksins kom nægur snjór til að opna skíðalyftuna í Grundarfirði. Það hefur ekki verið hægt að opna lyftuna síðastliðna tvo vetur vegna snjóleysis, lagfæringar voru gerðar á lyftunni og hún öll yfirfarin.
Loksins kom nægur snjór til að opna skíðalyftuna í Grundarfirði. Það hefur ekki verið hægt að opna lyftuna síðastliðna tvo vetur vegna snjóleysis, lagfæringar voru gerðar á lyftunni og hún öll yfirfarin. Það var margt um manninn í fjallinu um helgina enda bauð skíðadeildin í lyftuna og það notfærðu sér margir, 60 manns á sunnudaginn.

Skíðasvæðið í Grundarfirði var tekið í notkun árið 1984, fimm árum seinna fékk skíðadeildin snjótroðara. Skíðalyftan er 600 metra löng og nánast við bæjardyrnar.