Umhverfisráðherrar Norðurlanda sendu frá sér sameiginlega ályktun á þriðjudag þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum sínum vegna frétta af lélegum öryggismálum kjarnorkuendurvinnslustöðvarinnar í Sellafield.

Umhverfisráðherrar Norðurlanda sendu frá sér sameiginlega ályktun á þriðjudag þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum sínum vegna frétta af lélegum öryggismálum kjarnorkuendurvinnslustöðvarinnar í Sellafield.

Fulltrúar stórra lífeyrissjóða stóðu ekki að tillögu um skipan stjórnar FBA á aðalfundi félagsins. Þeir segja að ekki hafi náðst samkomulag við fulltrúa Orcahópsins vegna kröfu hans um að tilnefna meirihluta stjórnar.

Litlu munaði að illa færi þegar festar flutningaskipsins Bremerflagge slitnuðu í höfninni í Grindavík í óveðrinu að morgni miðvikudags. Skutur skipsins stefndi upp í land þegar tókst að skjóta línum upp í það og koma því upp að bryggju.

Samkvæmt niðurstöðum í skýrslu sem unnin var fyrir sjávarútvegsráðherra er kvótaþing óþarft í núverandi mynd, enda hafi þingið ekki skilað tilætluðum árangri þar eð sjómenn taki enn þátt í kvótakaupum.

Umhverfisráðherra hefur ógilt úrskurð skipulagsstjóra um frekara mat á áhrifum 480 þúsund tonna álvers í Reyðarfirði og meðferð málsins frá upphafi. Forstjóri Landsvirkjunar telur að seinkun á ákvörðun um byggingu álvers geti haft í för með sér að framkvæmdir hefjist ekki í sumar.