DAGBÓK Háskóla Íslands 27. febrúar-4. mars. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html Þriðjudaginn 29.

DAGBÓK Háskóla Íslands 27. febrúar-4. mars. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html

Þriðjudaginn 29. febrúar kl. 12:05-13:00 flytur Magnús Diðrik Baldursson, heimspekingur og aðstoðarmaður rektors Háskóla Íslands, fyrirlesturinn "Andúðin á hinu almenna. Hugleiðingar um heimspeki og póstmódernisma." á hádegisfundi Sagnfræðingafélags Íslands í Norræna húsinu.

Miðvikudaginn 1. mars kl. 12:30 flytja Björk Jónsdóttir, söngur og Svana Víkingsdóttir, píanó, Hversdagslega söngva um tímann eftir Ólaf Axelsson á Háskólatónleikum í Norræna húsinu. Tónleikarnir taka um það bil hálftíma. Aðgangseyrir er kr. 500, en ókeypis er fyrir handhafa stúdentaskírteinis.

Miðvikudaginn 1. mars, kl. 16:15 verður efnt til málstofu í Hagfræðistofnun á Aragötu 14. 7. Jón Daníelsson, viðskipta- og hagfræðideild og London School of Economics, "Skilyrt og óskilyrt áhættuspá."

Miðvikudaginn 1. mars kl. 17:45 flytur Egill B. Hreinsson prófessor erindið "Raforkunet og rafeindir á markaði. Rannsóknir í raforkuverkfræði við aldamót" í þættinum Víðsjá í Ríkisútvarpinu á Rás eitt.

Fimmtudaginn 2. mars. Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands. Hádegisfundir vorið 2000. Kl. 12:05 til 13:00 í kaffistofu á 5. hæð í Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16.

Stefán B. Sigurðsson prófessor, Hvort minni kennsla sé betri kennsla?

Fimmtudagur 2. mars kl. 16:15. Málstofa Umhverfis- og byggingarverkfræðiskorar. Vatnafræðileg fráveituhönnun. Fyrirlesari: Jónas Elíasson, prófessor. Staður: Stofa 158 í VR-II Hjarðarhaga 2-6 Ágrip: Fyrirlesturinn fjallar um hönnun á fráveitukerfum með svonefndri M5 úrkomukorta-aðferð. Fjallað verður um ný M5 kort, svæðisbundið úrkomumat og óvissu tengda því. Skýrðar verða rannsóknaráætlanir Vatnastofu Verkfræðistofnunar og helstu niðurstöður undanfarinna tveggja ára.

Fimmtudaginn 2. mars kl. 16:15 flytur Halldór Þormar, prófessor í frumulíffræði fyrirlesturinn "Sýkladrepandi fituefni" í málstofu læknadeildar. Málstofan fer fram í sal Krabbameinsfélags Íslands, efstu hæð. Kaffiveitingar verða frá kl. 16:00.

Föstudaginn 3. mars kl. 12:15 flytur Már Másson, lyfjafræði lyfsala, fyrirlesturinn "Líftækninemar (Bioaffinity Sensors)" í málstofu efnafræðiskorar í stofu 158, húsi VR II við Hjarðarhaga.

Málþing um Íslandsklukkuna helgina 4.-5. mars. Staður Skálholtsskóli.

Laugardagurinn 4. mars 13.30-17.30: Fyrirlestrar og umræður í ráðstefnusal skólans.

Málþingið sett: Hjalti Hugason prófessor: Klukka Íslands í kirkjusögulegu ljósi. Erlingur Sigurðarson menntaskólakennari: Séð heim að Skálholti undir hönd Halldóri Laxness. Gunnar Kristjánsson prófastur: Þjónn þeirra svarlausu. Kaffi - Séra Heimir Steinsson: Íslandsklukkan á Þingvöllum. Helga Kress prófessor: "Á hverju liggja ekki vorar göfugu kerlingar?" Halldór Laxness og Torfhildur Hólm. Þórunn Valdimarsdóttir rithöfundur: Íslandsklukkan sem ástarsaga. Kári Bjarnason M.A. og Eggert Pálsson tónlistarmaður: Óhreina barnið hans Árna: Íslenskur tónlistararfur. 18.00 Gömlu klukkunni í Skálholtskirkju hringt til tíðagjörðar. 18.15 Voces Thules flytja verk af nýfundnum skinnhandritum í Skálholtskirkju. 19.30 17. aldar kvöldverður 21.00. Kvöldvaka: Leikhúsið í kirkjunni: Senur og samræður úr Íslandsklukkunni í ráðstefnusal skólans. Leikstjóri Guðrún Ásmundsdóttir Flytjendur ásamt henni Marta Nordal og Árni Pétur Guðjónsson.

Sunnudagur 5. mars 9.00. Morguntíðir í Skálholtskirkju.

9.30-12.30 Fyrirlestrar og umræður.

- Matthías Viðar Sæmundsson dósent: Böðlar og skálkar.

- Már Jónsson lektor: Bæli kerlingar og brókin hans Jóns: Handritasafnararnir Arnas Arnæus og Árni Magnússon.

- Guðrún Ása Grímsdóttir cand. mag.: Lærður Íslendingur á Turni: Af Jóni Ólafssyni Grunnvíkingi.

- Gísli Gunnarsson prófessor: Hagspeki gálgafuglsins Jóns Marteinssonar: Íslandsklukkan, einokunarverslun og stéttaskipting.

12.30 hádegisverður. 14.00 messa í Skálholtsdómkirkju. 15.30 kaffi 16.00. - Umræður, lok málþings. Í skólanum verða handrit Halldórs Laxness að Íslandsklukkunni til sýnis ásamt myndum af nótnahandritum frá Skálholti. Upplýsingar um verð og pantanir í síma 4868870 í Skálholtsskóla. Námskeið á vegum

Endurmenntunarstofnunar H.Í. vikuna 27. febrúar-4. mars

28. feb. kl. 13:00-17:00 og 29. feb. kl. 9:00-13:00. Notkun Excel við framleiðslustjórnun. Kennari: Ingjaldur Hannibalsson, prófessor við HÍ.

28. og 29. feb. kl. 9:00-13:00.

Inngangur að vinnusálfræði. Kennari: Ásta Bjarnadóttir, Ph.D. í vinnusálfræði og starfsmannastjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

28.-29. feb. kl. 13-18, 27.-28. mars kl. 13-18, 8.-9. maí. kl. 13-18. Fjármagnsmarkaður.

Kennarar: Dr. Daniel Levin og Dögg Pálsdóttir hrl. Dr. Levin er einn eigenda lögfræðistofunnar Levin & Srinivasan LLP í New York og hefur starfað sem lögfræðingur og fyrirlesari í New York, Sviss og Ísrael. Auk þess er hann ráðgjafi ýmissa ríkisstjórna við reglugerðarsmíð um verðbréfaviðskipti. Hann heldur fyrirlestra við háskóla víða um heim um málefni tengd öryggislögum og fjármagnsmörkuðum.

28. feb. kl. 8:30-12:00. Skattaréttur: Fræðileg og hagnýt atriði. Skattskyldar tekjur og frádráttarliðir einstaklinga og rekstraraðila. Kennarar: Ingvar J. Rögnvaldsson lögfræðingur og Kristján Gunnar Valdimarsson, lögfræðingur og skrifstofustjóri, báðir hjá Skattstjóranum í Reykjavík.

28. og 29. feb. kl. 8:30-12:30. Unix 1 Kennari: Sveinn Ólafsson ráðgjafi hjá Teymi hf.

28. feb., 2. og 6. mars kl. 8:30-12:30. Áreiðanlegur hugbúnaður: Nýr staðall IEC 61508. Kennarar: Oddur Benediktsson prófessor og Ebba Þóra Hvannberg dósent, bæði við tölvunarfræðiskor HÍ.

28. og 29. feb. kl. 9:00-16:00. Lykilþættir í heilbrigði og vellíðan aldraðra.

Umsjón: Hjúkrunarfræðingarnir Vilborg Ingólfsdóttir hjá Landlæknisembættinu og Margrét Gústafsdóttir dósent við HÍ.

28. og 29. feb. og 2. mars kl. 17:00-20:00.

Vefsmíðar I. Hönnun og notendaviðmót. Kennari: Gunnar Grímsson, viðmótshönnuður og vefsmiður hjá Engu einkahlutafélagi.

29. feb. kl. 8:30-12:30. Skattaréttur: Fræðileg og hagnýt atriði.

Stjórnsýsla og málsmeðferð í skattamálum. Kennari: Kristján Gunnar Valdimarsson, lögfræðingur og skrifstofustjóri eftirlitsskrifstofu Skattstjórans í Reykjavík.

29. feb. kl. 13:00-16:00. Skattframtal rekstraraðila- RSK 1.04.

Kennari: Karl Óskar Magnússon hjá Ríkisskattstjóra.

29. feb. kl. 8:00-12:00. Mengunarvarnarreglugerð. Kennarar: Gunnar Steinn Jónsson líffræðingur, Gunnlaug Einarsdóttir efnafræðingur, Stefán Einarsson efnaverkfræðingur, Þór Tómasson efnaverkfræðingur. Allt starfsmenn mengunarvarnasviðs Hollustuverndar ríkisins.

1., 6. og 8. mars kl. 20:05-22:30. Áhrifameiri málflutningur - betri árangur.

Kennari: Gísli Blöndal, markaðs- og þjónusturáðgjafi.

1. mars kl. 8:30-12:30. Skattaréttur: Fræðileg og hagnýt atriði.

Virðisaukaskattur. Kennari: Kristín Norðfjörð, lögfræðingur og skrifstofustjóri hjá Skattstjóranum í Reykjavík.

1., 2. og 3. mars kl. 9:00-17:00. AutoCAD - grunnnámskeið.

Kennari: Magnús Þór Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands.

1. mars kl. 9:00-16:00. Agastjórnun.

Kennari: Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur.

Fim. 2. mars -6. apríl kl. 20:15-22:15 (6x).

Halldór Laxness: Í túninu heima. Umsjón og aðalfyrirlesari: Halldór Guðmundsson mag.art. 2. og 3. mars kl. 8:30-12:30. Gerð gæðahandbókar. Kennari: Haukur Alfreðsson, rekstrarverkfræðingur hjá Fyrirtaki ráðgjafarþjónustu ehf.

3. mars kl. 9:00-18:00 og 4. mars kl. 9:00-13:00. Efling stjórnmálakvenna: Félagsmál, ræður, greinar og fjölmiðlar. Umsjón: Una María Óskarsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, sem er verkefnisstjóri nefndarinnar. Kennarar: Ingibjörg Frímannsdóttir málfræðingur, Guðlaug Guðmundsdóttir íslenskufræðingur, Sigrún Jóhannesdóttir MS í kennslutækni og Sigrún Stefánsdóttir, dr. í fjölmiðlafræði og yfirmaður upplýsingadeildar Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs. 3 mars kl. 9:00-16:00. Talnalykill: Staðlað og markbundið próf í stærðfræði. Kennarar: Einar Guðmundsson, forstöðumaður Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála, og Guðmundur Arnkelsson, dósent við Háskóla Íslands. 3. mars kl. 9:00-16:00 og 4. mars kl. 9:00-12:00. Fötlun, langvarandi veikindi og meðvirkar fjölskyldur. - Nálgun fagfólks, breyttar áherslur, nýjar hugmyndir. Kennarar: Andrés Ragnarsson og Wilhelm Norðfjörð sálfræðingar. 3., 4. og 6. mars kl. 8:30-12:30. Þroski á unglingsárum.

Kennari: Dr. Sigurlína Davíðsdóttir, lektor við HÍ.

Vísindavefurinn Hvers vegna? - Vegna þess! Vísindavefurinn býður gestum að spyrja um hvaðeina sem ætla má að vísinda- og fræðimenn Háskólans og stofnana hans geti svarað eða fundið svör við. Leita má svara við spurningum um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Kennarar, sérfræðingar og nemendur í framhaldsnámi sjá um að leysa gáturnar í máli og myndum. Slóðin er: www.visindavefur.hi.is.

Sýningar

Árnastofnun, Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suðurgötu.

Handritasýning er opin kl. 14-16 þriðjudaga til föstudaga, 1. sept. til 15. maí og kl. 13-17 daglega, 1. júní til 31. ágúst. Unnt er að panta sýningu utan reglulegs sýningartíma sé það gert með dags fyrirvara.

Orðabankar og gagnasöfn

Öllum er heimill aðgangur að eftirtöldum orðabönkum og gagnasöfnum á vegum Háskóla Íslands og stofnana hans.

Íslensk málstöð. Orðabanki. Hefur að geyma fjölmörg orðasöfn í sérgreinum: http://www.ismal.hi.is/ob/ Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn. Gegnir og Greinir. http://www.bok.hi.is/gegnir.html Orðabók Háskólans. Ritmálsskrá: http://www.lexis.hi.is/ Rannsóknagagnasafn Íslands. Hægt að líta á rannsóknarverkefni og niðurstöður rannsókna- og þróunarstarfs.