Starfsemi Landnámu miðast við kenningar grænnar ferðamennsku og lýsir sér á eftirfarandi hátt: Fyrirtækið er í 100 ára gömlu húsi í miðbæ Reykjavíkur þar sem boðið er upp á persónulega og hlýlega þjónustu við viðskiptavini.

Starfsemi Landnámu miðast við kenningar grænnar ferðamennsku og lýsir sér á eftirfarandi hátt:

Fyrirtækið er í 100 ára gömlu húsi í miðbæ Reykjavíkur þar sem boðið er upp á persónulega og hlýlega þjónustu við viðskiptavini.

Hugað er að umhverfisvænum rekstri á skrifstofunni, svo sem endurvinnslu pappírs, umhverfisvænum ræstivörum, notkun á klórfríum og endurunnum pappír í öll gögn.

Fyrirtækið beinir viðskiptum til þjónustu- og afþreyingafyrirtækja sem láta sér annt um náttúru- og umhverfisvernd.

Fyrirtækið veitir ráðgjöf til fyrirtækja varðandi umhverfisvænan rekstur.

Fjöldi farþega í ferðum er einskorðaður við ákveðið hámark. Fjöldaferðamennska er andstæð grænni ferðamennsku og fyrirtækið mun því aldrei taka þátt í framboði leiguflugferða.

Brottfarardagar eru miðaðir við að dreifa ferðamönnum um landið og forðast er að fara í fótspor áætlunarferða annarra ferðaskrifstofa.

Sú regla er viðhöfð að skipta sem mest við heimamenn á því svæði sem ferðast er til.

Reynt er að stuðla að snertingu og nálgun við náttúru, mannlíf menningu og sögu með metnaðarfullum ferðalýsingum og þátttöku heimamanna.

Öllum ferðamönnum á vegum fyrirtækisins eru afhent ferðagögn með ítarlegum upplýsingum um náttúrufar og áherslur í umhverfismálum viðkomandi lands og brýnt fyrir ferðamönnum að huga sérstaklega að góðri umgengni við náttúruna og láta sitt af hendi rakna til stuðnings heimamönnum.

Leiðsögumenn og starfsmenn fyrirtækisins eru virkir í uppbyggingu ferða- og gæðaþjónustu og kröfur gerðar um sérþekkingu þeirra á sviði náttúru- og umhverfismála.

Ákvarðanastaðir eru sérvaldir með tilliti til náttúrufars og sérstakra náttúruundra og leitast er við að fara ótroðnar slóðir.