Hannes Ágústsson
Hannes Ágústsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hannes Ágústsson er minnisstæður vegfarendum Austurstrætis. Hann stóð lengi vaktina í skjóli Útvegsbankans og seldi heitar pylsur úr vagni sínum. Hannes var einn 13 systkina frá Sauðholti, býli á bökkum Þjórsár.

Hannes Ágústsson er minnisstæður vegfarendum Austurstrætis. Hann stóð lengi vaktina í skjóli Útvegsbankans og seldi heitar pylsur úr vagni sínum. Hannes var einn 13 systkina frá Sauðholti, býli á bökkum Þjórsár. Hann starfrækti síðar fornsölu við Grettisgötu.

Benedikt Benediktsson var fæddur í Breiðuvík á Tjörnesi. "Starfaði af lífi og sál í ungmennafélaginu og var jafnan í fylkingarbrjósti þegar kallað var til starfa eða gleðskapar." Benedikt hvarf frá búskap á kreppuárunum. Rak um skeið greiðasöluvagn "framan við Útvegsbankann í Austurstræti". Hafði yndi af hestum og dansi. Lést á dansgólfi á árshátíð Hestamannafélagsins Fáks 71 árs að aldri árið 1961.