Dómkirkjan   í Reykjavík.
Dómkirkjan í Reykjavík.
SUNNUDAGINN 27. febrúar kl. 21 verður æðruleysismessa í Dómkirkjunni. Messan er helguð því fólki sem leitar bata eftir tólfsporaleiðinni. Á dagskrá er reynslusaga, sr.

SUNNUDAGINN 27. febrúar kl. 21 verður æðruleysismessa í Dómkirkjunni.

Messan er helguð því fólki sem leitar bata eftir tólfsporaleiðinni. Á dagskrá er reynslusaga, sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson hugleiðir kærleikann í sporunum, og Ragnheiður Sverrisdóttir leiðir fyrirbæn. Anna Sigríður Helgadóttir syngur við undirleik Bræðrabandsins. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir leiðir dagskrána. Á eftir verður kaffi á Loftstofunni, Austurstræti 20.

Tómasarmessa í Breið- holtskirkju

ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar Tómasarmessur efnir til annarrar messunnar á þessu ári í Breiðholtskirkju í Mjódd, í kvöld kl. 20.

Tómasarmessean hefur vakið athygli víða um lönd á undanförnum árum og eru slíkar messur jafnan fjölsóttar. Frakvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Kristilega skólahreyfingin, Félag guðfræðinema, Breiðholtskirkja og stór hópur presta og djákna. Markmið Tómasarmessunnar er öðru fremur að leitast við að gera nútímamanninum auðveldar að skynja návist drottins, einkum í máltíðinni sem hann stofnaði og í bænaþjónustu og sálgæslu, en mikil áhersla er lögð á fyrirbænaþjónustu. Þá einkennist messan af fjölbreytilegum söng og tónlist og sömuleiðis af virkri þátttöku leikmanna.

Bústaðakirkja. TTT, æskulýðsstarf fyrir 10-12 ára, mánudag kl. 17.

Friðrikskapella. Kyrrðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni.

Langholtskirkja. Lestur Passíusálma mánudag kl. 18.

Laugarneskirkja. Morgunbænir mánudag kl. 6.45. Mánudagskvöld kl. 20. 12 spora-hópurinn.

Neskirkja. Sunnudagaskóli kl. 11. 8-9 ára starf á sama tíma. Job kl. 20.30. Frumflutningur. Einnig sýningar þri. 29.2. og fim. 2.3. Miðasala og uppl. í Neskirkju í síma 511-1563. TTT, 10-12 ára starf, mánudag kl. 16. Kirkjukór Neskirkju æfir mánudag kl. 19. Nýir félagar velkomnir. Fótsnyrting á vegum Kvenfélags Neskirkju mánudag kl. 13-16.Upplýsingar í síma 551-1079. Foreldramorgnar alla miðvikudaga kl. 10-12.

Seltjarnarneskirkja. Æskulýðsfélagið kl. 20-22.

Árbæjarkirkja. Yngri deild æskulýðsfélagsins kl. 20-22. Kirkjuprakkarar, 7-9 ára, kl. 16-17 á mánudögum. TTT-starf 10-12 ára, kl. 17-18 á mánudögum. Eldri deild æskulýðsfélagsins kl. 20-22.

Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9-10 ára drengi á mánudögum kl. 17-18. Æskulýðsstarf fyrir 9.-10. bekk á mánudögum kl. 20-22.

Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkjunni alla daga frá kl. 9-17 í síma 567-9070.

Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir unglinga 13-15 ára kl. 20.30 á mánudögum. Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er á þriðjudögum kl. 9.15-10.30. Umsjón dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson.

Kópavogskirkja. Foreldrastund í safnaðarheimilinu Borgum þriðjudag kl. 10. Kyrrðar- og bænastund þriðjudag kl. 12.30. Fræðslukvöld í Borgum kl. 20. Einar Gylfi sálfræðingur kemur og ræðir samskipti foreldra og unglinga.

Seljakirkja. Æskulýðsfundur í dag kl. 20. KFUK-fundir á mánudögum. Kl. 17.15 stelpustarf á vegum KFUK og kirkjunnar fyrir 6-9 ára og kl. 18.30 fyrir 10-12 ára. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10-12.

Fríkirkjan í Hafnarfirði. Unglingakór á mánudögum kl. 17-19. Æskulýðsfélag mánudag kl. 20-22.

Hafnarfjarðarkirkja. Æskulýðsstarf, yngri deild, kl.20.30-22 í Hásölum.

Krossinn. Almenn samkoma að Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir.

Hvammstangakirkja. KFUM og K-starf kirkjunnar mánudag kl. 17.30 á prestssetrinu.

Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 20.30 æskulýðsfundur.

Fríkirkjan Vegurinn. Fjölskylduhátíð kl. 11. Fögnuður og gleði í húsi drottins. Léttar veitingar eftir samkomuna. Samkoma kl. 20. Lofgjörð, prédikun og fyrirbæn. Samúel Ingimarsson prédikar. Allir hjartanlega velkomnir.

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Almenn samkoma kl. 16.30. Lofgjörðarhópurinn syngur, ræðumaður Erling Magnússon. Ungbarna- og barnakirkja meðan á samkomu stendur. Allir hjartanlega velkomnir.

Hjálpræðisherinn. Kl. 20 hjálpræðissamkoma. Mike Fitzgerald talar. Mánudag: Kl. 15 heimilasamband.

Boðunarkirkjan. Daníelsbók kl. 17 í dag. Á mánudagskvöldum kl. 20 er dr. Steinþór Þórðarson með Enoksnámskeið í beinni útsendingu á Hljóðnemanum 107.

Hvammstangakirkja. KFUM og K-starf kirkjunnar mánudag kl. 17.30 á prestssetrinu.

Akraneskirkja. Mánudagur: Fundur í æskulýðsfélaginu í húsi KFUM og K kl. 20.

Hólaneskirkja, Skagaströnd. Á morgun, mánudag: Unglingadeild KFUM & K kl. 20 fyrir 13 ára og eldri.

Lágafellskirkja. Mánudagur: Kirkjukrakkar - starf fyrir 7-9 ára börn frá kl. 17.15-18.15. Húsið opnað kl. 17. Umsjón Þórdís.

Víkurprestakall í Mýrdal. Fermingarfræðsla á mánudögum kl. 13.45.

Frelsið, kristileg miðstöð . Almenn fjölskyldusamkoma sunnudaga kl. 17.