Ferðamálafræðingurinn og hestakonan Auður Möller er þriggja barna móðir og starfar um þessar mundir sem heimavinnandi húsmóðir.
Hvert ertu að fara?

Til Ítalíu.

Hvers vegna?

Mig hefur lengi langað til að skoða Toscana-héraðið. Þetta hefur verið draumur lengi.

Vildirðu vera að fara eitthvað annað?

Nei.

Hvernig skipulagðir þú ferðina?

Aðallega á Netinu.

Með hverjum ferðu?

Ég fer með eiginmanni mínum, börnunum okkar þremur og annarri fjölskyldu.

Hvernig ferðatösku áttu?

Ég á stóra og feita ferðatösku á hjólum.

Hver er fyrsti hluturinn sem þú pakkar niður?

Snyrtitaskan.

Hvaða fatnað er nauðsynlegt að taka með í ferðina?

Allt þetta létta, þunna og þægilega.

Er eitthvað sérstakt sem þú tekur með þér í öll ferðalög?

Ójá, VISA-kortið mitt.

Tekurðu einhverjar bækur með þér?

Já, ég gríp alltaf einhverja vasabrotsbók á Leifsstöð.

Hvernig nýtirðu tímann á fluginu?

Aðallega í að hafa ofan af fyrir börnunum mínum.

Ef þú gætir hlustað á geisladisk, hvaða disk myndirðu hlusta á?

Ég hef bara ekki hugmynd um það.

Er eitthvað annað sem þú tekur með þér til að stytta þér stundir?

Lesefni um áfangastaðinn.

Hvaða ilmvatn/rakspíra tekurðu með þér?

She, Emporio Armani.

Áttu einhvern uppáhaldsveitingastað þar sem þú verður?

Nei, ég hef aldrei komið þangað fyrr.

Hvað er skemmtilegasta frí sem þú hefur farið í?

Það var ferð með fjölskyldunni til lítillar eyju í Karabíska hafinu sem heitir Mustique. Þangað fórum við fyrir þremur árum.

Áttu einhver góð ráð handa ferðalöngum?

Já, að gæta þess að vera vel tryggðir.