STJÓRNENDUR um 50 gististaða hafa sótt um að gististaðir þeirra verði flokkaðir samkvæmt flokkunarkerfi gististaða, sem tekur gildi á hausti komanda. Kynningarefni var sent til rúmlega 430 gististaða á landinu.

STJÓRNENDUR um 50 gististaða hafa sótt um að gististaðir þeirra verði flokkaðir samkvæmt flokkunarkerfi gististaða, sem tekur gildi á hausti komanda. Kynningarefni var sent til rúmlega 430 gististaða á landinu. Flokkunin er ekki lögboðin en hún getur auðveldað ferðamönnum að velja sér gististað sem og gert stjórnendum gististaða betur kleift en ella að standa undir væntingum ferðamannaað því er Sigrún B. Jakobsdóttir hótelrekstrarfræðingur segir en húnannast flokkunina fyrir hönd Reksturs og ráðgjafar Norðurlandi efh.

Sama flokkunarkerfi á Norðurlöndum?

Flokkunarkerfið sem notað er hérlendis er samið að danskri fyrirmynd. Svipað kerfi er í undirbúningi á Grænlandi og er vonast til að í framtíðinni verði það einnig tekið í notkun á Málmeyjarsvæðinu í Svíþjóð. Þá hafa menn, segir Sigrún, bundið vonir við að með árunum muni Norðurlandabúar nota sameiginlegt flokkunarkerfi.

Það tekur einungis til hlutlægra þátta þannig að ákveðin þægindi og aðbúnaður á borð við baðaðstöðu og herbergjaþjónustu koma til athugunar. Atriði eins og útsýni eru aftur á móti ekki metin.

Neytendaaðhald virkara en ella

"Þegar hótel eru metin með þessum hætti er ekki ólíklegt að stjórnendur láti laga eitt og annað hjá sér í leiðinni," segir Sigrún. Hún bendir á að eftir að kerfið verður komið í gagnið geti neytendaaðhald orðið virkara en ella og ferðamenn hafi ótvírætt hag af því að þekkja flokkunarkerfið því þeir vita þá að hverju þeir ganga þegar þeir kaupa gistingu.