Gísli Bragi Hjartarson, Sólveig Gunnarsdóttir, Ívar Sigmundsson, Anna Gréta Baldursdóttir og Hólmgeir Þorsteinsson við afhendingu hjálmanna. Gísli Bragi og Hólmgeir starfa hjá Tryggingamiðstöðinni og þær Sólveig og Anna Gréta eru í stjórn Kvennadeildar Sly
Gísli Bragi Hjartarson, Sólveig Gunnarsdóttir, Ívar Sigmundsson, Anna Gréta Baldursdóttir og Hólmgeir Þorsteinsson við afhendingu hjálmanna. Gísli Bragi og Hólmgeir starfa hjá Tryggingamiðstöðinni og þær Sólveig og Anna Gréta eru í stjórn Kvennadeildar Sly
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN og Kvennadeild Slysavarnafélagsins á Akureyri hafa afhent Ívari Sigmundssyni forstöðumanni í Hlíðarfjalli 15 hjálma sem verða til afnota fyrir gesti skíðasvæðisins.

TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN og Kvennadeild Slysavarnafélagsins á Akureyri hafa afhent Ívari Sigmundssyni forstöðumanni í Hlíðarfjalli 15 hjálma sem verða til afnota fyrir gesti skíðasvæðisins. Um er að ræða átak á landsvísu og verður alls á annað hundrað hjálma gefið á hin ýmsu skíðasvæði landsins, en 15 komu í hlut Skíðastaða.

Hjálmarnir er fyrir börn upp að 12 ára aldri og verða þeir lánaðir. "Við höfum fram til þessa ekki skyldað fólk til að nota hjálma á okkar skíðasvæði, en það fer hins vegar mjög í vöxt að börn séu með hjálma. Á Andrésar Andarleikunum er skylda að vera með hjálm og allir sem æfa skíði eru með hjálma. Þannig að þetta verður æ algengara," sagði Ívar.