SPÁÐ er mikilli aukningu ESP-kerfa í bílum á næstu árum. ESP (Electronic stability program eða rafeindastýrð stöðugleikastýring) komst á allra vitorð árið 1997 þegar Mercedes-Benz A valt við prófun í Svíþjóð.
SPÁÐ er mikilli aukningu ESP-kerfa í bílum á næstu árum. ESP (Electronic stability program eða rafeindastýrð stöðugleikastýring) komst á allra vitorð árið 1997 þegar Mercedes-Benz A valt við prófun í Svíþjóð. Í kjölfarið var búnaðinum komið fyrir í öllum bílum af þessari gerð. Árið 1998 var 12% allra bíla sem framleiddir voru í Evrópu með ESP, langflestir framleiddir í Þýskalandi. Fyrirtækið Robert Bosch kom fyrst með þennan búnað á markað og hefur haft forystu en nú bregður svo við að markaðshlutdeild fyrirtækisins er mikið að dragast saman. Bosch sá bílaframleiðendum fyrir 850 þúsund ESP-kerfum á síðasta ári og áætlanir fyrirtækisins gera ráð fyrir 1,5 milljón kerfum á þessu ári. Fyrirtækið Continental Teves sá bílaframleiðendum fyrir 400 þúsund kerfum á síðasta ári, þar af 300 þúsund til þýskra framleiðenda. Continental sér Volkswagen fyrir ESP kerfum í alla bíla sem byggðir eru á sömu botnplötu og Golf. Fyrirtækið ráðgerir að framleiða 1,4 milljón kerfi á þessu ári og ná forystunni af Bosch á næsta ári. Continental áætlar að einn af hverjum þremur nýjum bílum í Evrópu verði búnir ESP árið 2004.