NÝ íþróttarás hefur bæst við Breiðvarp Símans, MUTV, Manchester United Television, sem rekin er af samnefndu knattspyrnufélagi í Bretlandi. Stöðin sendir út efni tengt félaginu og íþróttinni í sex klukkustundir á dag.

NÝ íþróttarás hefur bæst við Breiðvarp Símans, MUTV, Manchester United Television, sem rekin er af samnefndu knattspyrnufélagi í Bretlandi.

Stöðin sendir út efni tengt félaginu og íþróttinni í sex klukkustundir á dag. Allan marzmánuð geta þeir, sem tengdir eru breiðbandinu á höfuðborgarsvæðinu og kapalkerfi Rafveitu Hafnarfjarðar, horft á MUTV í opinni dagskrá í kynningarskyni. Frá aprílbyrjun verður rásin síðan seld í áskrift.

Á MUTV eru stöðugar fréttir, viðtöl við stjörnur Manchester United, sjónvarpskennsla fyrir þá yngri, skemmtiþættir og auk þess alltaf sýndur einn leikur á dag, oft í beinni útsendingu.

Mánaðarlegt áskriftargjald fyrir MUTV er 980 krónur og 850 krónur fyrir þá sem þegar eru áskrifendur að öðru efni.