MÁLEFNAHÓPUR Samfylkingarinnar í Reykjavík um kvenfrelsis- og jafnréttismál kemur saman í húsnæði Hlaðvarpans við Vesturgötu á þriðjudaginn kemur, 29 febrúar, kl. 20.

MÁLEFNAHÓPUR Samfylkingarinnar í Reykjavík um kvenfrelsis- og jafnréttismál kemur saman í húsnæði Hlaðvarpans við Vesturgötu á þriðjudaginn kemur, 29 febrúar, kl. 20.

Efni fundarins er drög að nýjum jafnréttislögum sem til meðferðar eru í nefndum þingsins og væntanleg eru til umræðu á vordögum í endurbættri mynd.

Guðrún Ögmundsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar í Reykjavík, mætir á fundinn og gerir grein fyrir meginmuni gömlu og nýju laganna.