Toyota Land Cruiser 70 er kominn aftur á markað og kostar 3.385.000 kr. beinskiptur og 3.585.000 kr. sjálfskiptur.
Toyota Land Cruiser 70 er kominn aftur á markað og kostar 3.385.000 kr. beinskiptur og 3.585.000 kr. sjálfskiptur.
TOYOTA hefur hafið innflutning á Land Cruiser 70 hingað til lands en þessi bíll hefur getið sér gott orð fyrir styrkleika. Að sögn Björns Víglundssonar, markaðsstjóra hjá Toyota, bregður nú svo við að eftirspurn er mun meiri en framboð.

TOYOTA hefur hafið innflutning á Land Cruiser 70 hingað til lands en þessi bíll hefur getið sér gott orð fyrir styrkleika.

Að sögn Björns Víglundssonar, markaðsstjóra hjá Toyota, bregður nú svo við að eftirspurn er mun meiri en framboð. 10 bílar í fyrstu sendingu seldust strax og nú hafa verið pantaðir 15 bílar til viðbótar eru þeir allir fráteknir.

Land Cruiser 70 er ekki nýr bíll, heldur í raun bíll á gömlum grunni sem reynst hefur vel í gegnum árin. Hann er á heilum hásingum að framan með gormafjöðrun og heilum hásingum að aftan með blaðfjöðrum. Vélin er 4,2 lítra dísilvél, 131 hestafl, og togið er 285 Nm við 2.200 snúninga á mínútu. Í bílnum eru 100% rafstýrðar driflæsingar eru að framan og aftan. Bíllinn er kjörinn til breytinga og til nota við aðstæður sem krefjast styrks og krafts. Hann er með fimm gíra beinskiptingu. Bíllinn er fáanlegur sem pallbíll og kostar þá 2.490.000 kr. en með húsi kostar hann 2.790.000 kr. Toyota er nú að breyta einum bíl fyrir 38 tommu dekk og segir Björn að vonir standi til að hægt verði að bjóða slíkan breytingarpakka á afar hagstæðu verði. Þar kemur meðal annars til að litlar breytingar þarf að gera á bílnum fyrir 38 tommu stækkun. Til dæmis þarf ekki ný hlutföll í bílinn en í bílnum sem nú er verið að breyta voru blaðfjaðrirnar að aftan teknar úr og gormar settir í staðinn.