MAGNÚS Diðrik Baldursson heimspekingur heldur fyrirlestur þriðjudaginn 29. febrúar í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands í Norræna húsinu sem hann nefnir "Andúðin á hinu almenna. Hugleiðingar um heimspeki og póstmódernism.

MAGNÚS Diðrik Baldursson heimspekingur heldur fyrirlestur þriðjudaginn 29. febrúar í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands í Norræna húsinu sem hann nefnir "Andúðin á hinu almenna. Hugleiðingar um heimspeki og póstmódernism." Fundurinn hefst kl. 12:05 í stóra sal Norræna hússins og honum lýkur stundvíslega kl. 13. Hann er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Magnús Diðrik nam heimspeki í Þýskalandi og lauk M.A. prófi frá Freie Universitat í Berlín. Hann hefur unnið mikið með heimspeki Martins Heidegger og heimspeki tilfinninga. Magnús starfaði jafnframt við Max-Planck rannsóknarstofnunina í uppeldisvísindum í Berlín. Hann hefur verið aðstoðarmaður rektors Háskóla Íslands um nokkurra ára skeið.

Athygli skal vakin á að hlýða má á fyrri fyrirlestra í fundaröðinni á heimasíðu Sagnfræðingafélagsins (www.akademia.is/saga) og einnig má lesa þá í Kistunni, vefriti um hugvísindi á slóðinni: www.hi.is/~mattsam/Kistan. Í Kistunni er einnig að finna skoðanaskipti fyrirlesara og áhugasamra fundarmanna.