SÍÐUSTU skoðanakannanir í Slésvík-Holtsetalandi bentu til þess að Kristilegir demókratar (CDU) undir forystu Volkers Rühe myndu tapa fylgi í þingkosningunum í sambandslandinu sem fram fara í dag.

SÍÐUSTU skoðanakannanir í Slésvík-Holtsetalandi bentu til þess að Kristilegir demókratar (CDU) undir forystu Volkers Rühe myndu tapa fylgi í þingkosningunum í sambandslandinu sem fram fara í dag. Var þeim spáð 36% atkvæða en jafnaðarmönnum undir forystu Heidi Simonis forsætisráðherra 44%.

Í könnuninni fengu Græningjar fimm af hundraði sem er lágmarkið ef flokkur sem býður fram á landsvísu á að hreppa þingsæti en Græningjar eru í stjórn með jafnaðarmönnum í Slésvík-Holtsetalandi. Ef þeir komast ekki inn gæti Simonis hugsanlega samið við flokk dönskumælandi kjósenda í sambandslandinu sem ekki er háður 5%-reglunni.

Lübeck. AFP.