[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Októberhiminn / October Sky Mannleg og hrífandi mynd sem lýsir vel draumum og þrám um að skipta máli, stíga skrefið fram á við og setja mark sitt á söguna. Rennur einkar ljúflega í gegn.

Októberhiminn / October Sky

Mannleg og hrífandi mynd sem lýsir vel draumum og þrám um að skipta máli, stíga skrefið fram á við og setja mark sitt á söguna. Rennur einkar ljúflega í gegn.

Aparéttarhöldin / Inherit the Wind ½

Framúrskarandi vandað réttardrama þar sem tveir af meisturum kvikmyndasögunnar, Jack Lemmon og George C. Scott, fara hreinlega á kostum í bitastæðum hlutverkum.

Prúðuleikarar úr geimnum / Muppets from Space ½

Hér mæta Prúðuleikararnir til leiks, ærslafullir og bráðfyndnir sem endranær. Dálítið verið að Hollywood-væða gömlu góðu brúðurnar en á skemmtilegan hátt engu að síður.

Þjófar á nóttu / Thick as Thieves

Vönduð glæpasaga sett fram á ferskan og frumlegan máta. Með henni virðist áhugaverður leikstjóri, Scott Sanders, kominn fram á sjónarsviðið. Alec Baldwin nýtur sín vel sem og aðrir leikarar.

Notting Hill ½

Meðalgóð ástarsaga sem á sér stað í hinu heillandi Notting Hill-hverfi í Lundúnum. Myndin nýtur sín í einstökum kómískum atriðum fremur en heildarfrásögninni. Hugh Grant er sömuleiðis nokkuð hæpinn.

Tedrykkja með Mússólíní / Tea with Mussolini

Ítalski leikstjórinn Franco Zeffirelli hverfur aftur til æskuslóða sinna í þessari hálf-sjálfsævisögulegu kvikmynd.

Sálgreindu þetta/ Analyse This

Fagmannleg og vel lukkuð grínmynd þar sem flestir ef ekki allir standa fyrir sínu. Robert De Niro fær augljóslega kærkomið færi á að gera grín að klisjum sem hann hefur sjálfur átt þátt í að skapa.

Verkefnið um nornina Blair/The Blair Witch Project

Endemis snjöll hugmynd að hryllingsmynd þar sem einfaldasta form óttans er þanið; óttinn við myrkrið og óvissuna. Stendur enn fyrir sínu þrátt fyrir að fjaðrafokinu sem í kringum hana var hafi linnt.

Sjóræningjar Kísildals/Pirates Of Silicon Valley

Upphaf tölvurisanna Microsoft og Apple og valdabarátta þeirra Bill Gates og Steve Jobbs rakin á aðgengilegan og skrambi skemmtilegan máta. Noah Whyle er glerfínn sem Jobbs en Hall fer ekki eins vel með ríkasta mann í heimi.

Farðu / Go

Frískleg glæpablandin gamanmynd sem fer skemmtilega með hinn brotakennda frásagnarstíl sem Tarantino gerði frægan um árið. Frumleg og vel leikin ungdómsmynd.

Skrifstofurými / Office Space

Fersk og bráðfyndin gamanmynd um þrúgandi veruleika vinnunnar á tímum markaðshyggju og stórfyrirtækja. Fyrri helmingur myndarinnar tekur á þessu efni á snilldarlegan hátt en fer síðan út í aðra og ómerkilegri sálma.

Hlauptu Lóla, hlauptu / Lola Rennt

½

Kvikmyndin um hlaupagikkinn Lólu þykir bera með sér ferska strauma í þýska kvikmyndagerð en hún hefur notið vinsælda víða um lönd. Myndin er nýstárleg, hröð og kraftmikil en þar er blandað saman ólíkri tækni til að ná fram sterkri sjónrænni heild. Frumleg og vel heppnuð tilraun með möguleika myndmiðilsins.

Mookie

½ Létt og skemmtileg frönsk gamanmynd sem fjallar um trúboða og atvinnuboxara á flótta með talandi apa. Fótboltakappinn Eric Cantona er bráðskemmtilegur í hlutverki boxarans.

Framapot / Election

½

Það gerist alltof sjaldan að eins safaríkar myndir og þessi rekur á fjörurnar. Hárfínt og beitt handritið hittir beint í mark í meðferð leikara sem eru hver öðrum betri.

Hvundagshetjan / The Jack Bull

Fullkomið dæmi um hinar vönduðu kapalsjónvarpsmyndir sem verið er að framleiða um þessar mundir vestan hafs.

Óveður aldarinnar / The Storm of the Century

Enn ein Stephen King sagan kvikmynduð og er þessi vel yfir meðallagi góð. Það virðist gefa góða raun að láta hann sjálfan skrifa handritið. Besta sjónvarpsmyndasyrpan sem gerð hefur verið eftir sögu Kings.

Gunshy / Byssuragur

½

Góður leikur, sérstaklega hjá Michael Wincott, og gott handrit halda þessari hefðbundu glæpaheimsmynd fyrir ofan meðallag.

Heiða Jóhannsdóttir Ottó Geir Borg Skarphéðinn Guðmundsson