Í dag er sunnudagur 27. febrúar, 58. dagur ársins 2000. Biblíu- dagurinn Orð dagsins: En ég bið til þín, Drottinn, á stund náðar þinnar. Svara mér, Guð, í trúfesti hjálpræðis þíns sakir mikillar miskunnar þinnar.

Skipin

Hafnarfjarðarhöfn: Hanseduo, Rán, Lonne Boye og Fo ssnes koma á morgun.

Mannamót

Aflagrandi 40. Á morgun kl. 8.45 leikfimi, kl. 14 félagsvist.

Árskógar 4. Á morgun kl. 9 handavinna, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13opin smíðastofan, kl. 13.30 félagsvist.

Bólstaðarhlíð 43 . Á morgun kl. 9-16 handavinna, kl. 9-12 bútasaumur, kl. 11 sögustund, kl. 13 bútasaumur.

Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Gullsmára 13 á mánudögum kl. 20.30.

Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50.

Á morgun, félagsvist kl. 13.30. 4 daga keppnin heldur áfram. Góð verðlaun verða í boði. Laugard. 11. mars kl. 15 verður farið í Þjóðleikhúsið að sjá Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson. Skráning í Haunseli. Rúta fer frá Hraunseli, Hjallabraut 33, Höfn og Hrafnistu.

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Ásgarði, Glæsibæ. Ath. Félagsvist fellur niður í dag vegna aðalfundar. Aðalfundur félagsins verður haldinn í Ásgarði, Glæsibæ, í dag kl. 14. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsmenn munið félagsskírteinin og takið með ykkur gesti. Dansleikur í kvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13 ath. sveitakeppni. Námskeið í framsögn kl. 16.15. Danskennsla Sigvalda framhald kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Söngvaka kl. 20.30 í umsjón Sigurbjargar Hólmgrímsdóttur. Dagsferð 2. mars. Fljótshlíð. Brottför frá Glæsibæ kl 9. Fararstjórn: Sigurður Kristinsson.

Félagsstarf aldraðra, Garðabæ, Kirkjulundi. Á morgun glerlist hópur 1 kl. 9-12 hópur 2 kl. 13-16. leikfimi hópur eitt kl. 11.30 til 12.15, fótsnyrting, opið kl. 9-13. Trésmíði á miðvikudögum kl. 15.15. í Garðaskóla.

Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 myndlist, kl. 10-13 verslunin opin, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 handavinna og föndur, kl. 13.30 enska.

Furugerði 1. Á morgun kl. 9 bókband, aðstoð við böðun og handavinna, kl. 13 ganga, kl. 13.15 leikfimi, kl. 14 sögulestur.

Gerðuberg, félagsstarf. Myndlistasýning Guðmundu S. Gunnarsdóttur er opin í dag kl. 12-16, listakonan verður á staðnum. Á morgun kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, m.a. kennt að orkera, umsjón Eliane, frá hádegi spilasalur opinn. Sigríður Salvarsdóttir frá Vigur kemur í heimsókn og sýnir handverk unnið úr mannshári. Kl. 15.30 dans hjá Sigvalda.

Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handavinnustofan opin. kl. 9.30 málm- og silfursmíði, kl. 13. lomber kl. 13.30 skák, kl. 13.30 og 15 enska.

Gullsmári, Gullsmára 13. Á morgun leikfimi kl. 9.30 og 10.15 myndlist kl. 13, vefnaður kl. 9, göngubrautin til afnota kl. 9-17 virka daga.

Hraunbær 105. Á morgun kl. 9 postulín og opin vinnustofa, kl. 10 bænastund, kl. 13 hárgreiðsla, kl. 13.30 gönguferð. Þriðjud. 29. feb. kl. 9 verður kennt að mála á trévörur.

Hvassaleiti 56-58 . Á morgun kl. 9 fótaaðgerðir, keramik, tau- og skilkimálun, kl. 9.30 boccia, kl. 10.45 línudans , kl. 13 spilamennska.

Hæðargarður 31. Á morgun kl. 9-16.30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 9-17 hárgreiðsla og böðun,kl. 14 félagsvist.

Norðurbrún 1 . Á morgun kl. 9 fótaaðgerðastofan opin. Bókasafnið opið frá kl. 12-15, kl. 13-16.30 handavinnustofan opin.

Vesturgata 7 . Á morgun kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10-11 boccia, kl. 13-16 kóræfing - Sigurbjörg, kl. 13.30-14.30 danskennsla byrjendur.

Vitatorg. Á morgun kl. 9-12 smiðjan, kl. 9-13 bókband, kl. 9.30-10 stund með Þórdísi, kl. 10-11 boccia, kl. 10-12 bútasaumur, kl. 13-16 handmennt , kl. 13-14 leikfimi, kl. 13-16.30 brids,aðstoð.

Mosfellsbær, eldri borgarar í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn verður með ferðakynningu þriðjud. 29. febrúar kl. 15. í Dvalarheimili aldraðra, Hlaðhömrum.

Bridsdeild FEBK í Gullsmára: Eldri borgarar spila brids mánudaga og fimmtudaga klukkan 13 í Félagsheimilinu,

Félag áhugafólks um íþróttir aldraða. Leikfimin í Bláa salnum (Laugardalshöll) er á mánudögum og fimmtudögum kl. 14.30.

Kvenfélag Kópavogs. Vinnufundir verða á mánudögum kl. 20. Byrjar mánudaginn 28. febrúar í Hamraborg 10.

Kvenfélag Hreyfils. Aðalfundur verður 29. febrúar kl. 20. Venjulega aðalfundarstörf og föndur.

Kven félag Árbæjarsóknar. Aðalfundur verður 28. feb. kl. 20 í safnaðarheimilinu við Rofabæ Ath. breyttan fundartíma.

Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur bingófund í félagsheimilinu, Laufásvegi 13, 2. mars. kl. 20.30.

Orlofsnefnd húsmæðra heldur kynningarfund á ferðum sumarsins, 29. feb. kl. 20 í Víkingasal Hótel Loftleiða. Reykvískar konur sem áhuga hafa á að kynna sér orlofsferðirnar velkomnar.

Breiðfirðingafélagið.

Félagsvist verðurspiluð í dag kl. 14 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.

(Sálm. 69, 14.)