Gengið frá bílaleigusamningnum. Við framhurðirnar eru þeir Jón Karl Ólafsson (t.v.) og Hjálmar Pétursson frá bílaleigunni, við afturhurðirnar Þórður Jóhannesson (t.v.) og Kristján Óskarsson frá Glitni, og aftast eru Emil Grímsson (t.v.) og Skúli Skúlason f
Gengið frá bílaleigusamningnum. Við framhurðirnar eru þeir Jón Karl Ólafsson (t.v.) og Hjálmar Pétursson frá bílaleigunni, við afturhurðirnar Þórður Jóhannesson (t.v.) og Kristján Óskarsson frá Glitni, og aftast eru Emil Grímsson (t.v.) og Skúli Skúlason f
Bílaleiga Flugleiða ehf., Glitnir og Toyota - P. Samúelsson ehf. skrifuðu nýverið undir tímamótasamning á íslenskum bílamarkaði. Hljóðar hann upp á kaup á 220 Toyota-bifreiðum fyrir Bílaleigu Flugleiða ehf.

Bílaleiga Flugleiða ehf., Glitnir og Toyota - P. Samúelsson ehf. skrifuðu nýverið undir tímamótasamning á íslenskum bílamarkaði. Hljóðar hann upp á kaup á 220 Toyota-bifreiðum fyrir Bílaleigu Flugleiða ehf. og er heildarverðmæti samningsins tæplega 270 milljónir króna.

"Þetta er ekki eingöngu stærsti bílakaupasamningur sem gerður hefur verið á Íslandi heldur einnig sá stærsti um rekstrarleigu bíla," segir í frétt frá Toyota-umboðinu. Þar segir einnig: "Frá árinu 1996 hefur Glitnir boðið upp á rekstrarleigu bíla og hafa vinsældir þessarar þjónustu vaxið mjög hratt. Bílaleiga Flugleiða, sem er einn stærsti bílakaupandi á Íslandi á ári hverju, hefur nú ákveðið að endurnýja bíla sína þetta árið með rekstrarleigu hjá Glitni.

Fyrirtæki hafa í auknum mæli verið að nýta sér rekstrarleigu vegna fyrirtækjabifreiða. Ástæðan er annars vegar sú að beinn fjárhagslegur ávinningur er af þessu fyrirkomulagi fyrir fyrirtækin og hins vegar losna þau undan óþægindum sem slík eignaumsýsla hefur í för með sér eins og áhættu vegna endursölu bifreiðanna."

Bílaleiga Flugleiða ehf. er stærsta bílaleiga landsins með yfir 500 bíla í útleigu á sumrin og yfir 200 bíla á veturna. Að sögn Hjálmars Péturssonar, framkvæmdastjóra Bílaleigu Flugleiða, hefur fyrirtækið mjög góða reynslu af notkun Toyota-bifreiða, en það hefur keypt rúmlega 1.200 slíkar á undanförnum árum.

Keyptir verða 98 bílar af gerðinni Yaris, 115 Corolla-bifreiðir og 7 Hilux. Afhending fer fram 5. maí til 30. júní.