FYRIRLESTUR og umræður verða í Foreldrahúsinu að Vonarstræti 4 b bakhúsi mánudaginn 28. febrúar kl. 20:30. Foreldrar úr foreldrahópi Vímulausrar æsku ræða um það þegar ungmenni hafa ánetjast áfengi eða öðrum vímuefnum.

FYRIRLESTUR og umræður verða í Foreldrahúsinu að Vonarstræti 4 b bakhúsi mánudaginn 28. febrúar kl. 20:30.

Foreldrar úr foreldrahópi Vímulausrar æsku ræða um það þegar ungmenni hafa ánetjast áfengi eða öðrum vímuefnum. Fjallað verður um samstöðu foreldra, s.s útivistartíma, ekki foreldralaus partí o.s.frv.

Einnig um þær erfiðu tilfinningar sem koma upp hjá foreldrum þar sem barn hefur ánetjast vímuefnum t. d. afneitunina, sjálfsásökunina, sektarkenndina og skömmina. Loks verður talað um hvað er til ráða, hvert er hægt að leita eftir hjálp hvort sem er fyrir unglinginn eða foreldra.

Allir eru velkomnir. Aðgangseyrir er 500 kr.