FULLTRÚAR Mannréttindasamtaka innflytjenda á Íslandi og fjölskyldna þeirra áttu fund með fulltrúum Kvennaathvarfsins í gær.

FULLTRÚAR Mannréttindasamtaka innflytjenda á Íslandi og fjölskyldna þeirra áttu fund með fulltrúum Kvennaathvarfsins í gær. Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að á fundinum hafi fulltrúar þeirra leitað leiða til að leiðrétta á einhvern hátt þann skilning Kvennaathvarfsins að asískar konur á Íslandi séu keyptar og þeim haldið hér í hjónabands- og kynlífsþrælkun.

Samtökin færðu Kvennaathvarfinu að gjöf bók Jóhanns M. Haukssonar, Kynþáttahyggja. Samtökin lýsa jafnframt yfir áhyggjum sínum af vaxandi fordómum gagnvart útlendingum og kynþáttahyggju á Íslandi. Formaður samtakanna er Guðjón Atlason.