Bridsfélög Borgarfjarðar og Borgarness Nú er aðeins einni umferð ólokið í opna Borgarfjarðarmótinu í sveitakeppni. Mótið, sem í raun eru þrjú mót, er mjög spennandi og úrslit hvergi nærri ráðin. Hin sigursæla sveit Kristjáns B.

Bridsfélög Borgarfjarðar og Borgarness

Nú er aðeins einni umferð ólokið í opna Borgarfjarðarmótinu í sveitakeppni. Mótið, sem í raun eru þrjú mót, er mjög spennandi og úrslit hvergi nærri ráðin. Hin sigursæla sveit Kristjáns B. Snorrasonar, sem leiðir mótið, hefur þegar tryggt sér meistaratitil Borgnesinga en á í harðri baráttu við stórmeistara Árna Bragasonar um sigur í opna mótinu. Í sveit Kristjáns spilar m.a. Jón Þ. Björnsson og vegna þessarar baráttu er rétt að rifja upp vísu sem Jón orti á illviðrisdegi, þegar Akurnesingar höfðu barist í Borgarnes til spilamennsku.

Ég spila bridge þó bylji og fenni

og bresti í fúnum stoðum lands

við íturvaxin eðalmenni

Árna Braga og makker hans.

Hjá Borgfirðingum er mikil spenna en þar leiðir sveit Magnúsar Magnússonar eftir þétta og góða spilamennsku.

Staðan í opna mótinu er nú þessi:

Sv. Kristjáns B. Snorras., Borgarnesi205

Sv. Árna Bragasonar, Akranesi199

Sv. Guðmundar Ólafssonar, Borgarnesi175

Sv. Magnúsar Magnúss., Borgarfirði 173

Síðasta umferðin verður spiluð miðvikudaginn 1. mars og þá í Logalandi, Reykholtsdal. Spilamennska hefst á slaginu kl 20.