Í síðustu umferð Flugleiðamótsins fengu margir keppendur það verkefni að spila sex hjörtu í suður á þessar hendur: Norður &spade; ÁG6 &heart; ÁKD105 ⋄ D &klubs; G964 Suður &spade; KD7 &heart; 843 ⋄ KG973 &klubs; ÁD Eftir opnun suðurs á einu...

Í síðustu umferð Flugleiðamótsins fengu margir keppendur það verkefni að spila sex hjörtu í suður á þessar hendur:

Norður
ÁG6
ÁKD105
D
G964

Suður
KD7
843
KG973
ÁD

Eftir opnun suðurs á einu grandi yfirfærir norður í hjarta og því kemur það í hlut suðurs að stýra sókninni. Vestur spilar út smáum spaða og fyrsta spurningin er: Með hvaða spili á að taka slaginn?

Það er nákvæmast að taka á ásinn og eiga þannig tvær innkomur heima á KD í spaða síðar. Trompið verður að skila sér, en sagnhafi vildi gjarnan losna við að svína í laufi, og það getur hann ef hægt er að búa til aukaslag á tígul. Sem sagt: Upp með spaðaás og ÁK í hjarta teknir. Þá hendir austur spaða. Hvað nú?

Jú, það blasir við að spila tíguldrottningu. Austur tekur með ás og skiptir yfir í smátt lauf. Þetta er óþægileg vörn, því nú verður að velja á milli laufsvíningar og þess að fría tígulinn. En auðvitað er rökrétt að stinga upp laufás og treysta frekar á tígulinn, því líkur á 4-3 legu eru nokkru meiri en líkur á svíningu.

Norður
ÁG6
ÁKD105
D
G964

Vestur Austur
10842 953
G962 7
54 Á10862
1087 K532

Suður
KD7
843
KG973
ÁD

En réttlætið sigrar ekki alltaf við spilaborðið og margir fóru niður eftir þessa þróun mála.

"Fórstu niður á slemmunni? spurðu sveitarfélagarnir undrandi í uppgjörinu, en þar hafði vestur spilað út laufi eða austur "gleymt" að skipta yfir í lauf þegar hann var inni á tígulás.