[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
STJARNA vikunnar er Jack Davenport , rísandi stjarna í kvikmyndaheiminum. Það eru kannski ekki margir sem þekkja kauða ennþá, en hann leikur hinn geðuga Peter Smith-Kingsley í myndinni "The Talented Mr.

STJARNA vikunnar er Jack Davenport , rísandi stjarna í kvikmyndaheiminum. Það eru kannski ekki margir sem þekkja kauða ennþá, en hann leikur hinn geðuga Peter Smith-Kingsley í myndinni "The Talented Mr. Ripley", og stendur sig bara vel að manna mati.

Jack er fiskur með tungl í meyju, fæddur 1 .mars 1972. Hann gæti beðið Harry Bel fonte að halda upp á afmælið með sér á miðvikudaginn, en hann fæddist sama dag árið 1927, og ætti að geta haldið uppi stuðinu í partýinu. "Deo!"

Annars er Jack sonur leikaranna Mariu Aitken og Nigel Davenport, og lærði ensku og kvikmyndafræði við þann virta háskóla East Anglia. Sagan segir að hann hafi skrifað John Cleese og viljað gerast aðstöðartökumaður í myndinni "Fierce Creatures", en endaði á því að leika í myndinni, og að eftir það hafi boltinn byrjað að rúlla. En hann hafði víst áður leikið í sjónvarpi og smáhlutverk í myndinni Career Girls eftir Mike Leigh. Margir þekkja hann eflaust sem Miles í sjónvarpsþátturnum "This Life" sem Stöð 2 hefur verið að sýna.

En það er ekki bara blóðið sem hefur ýtt Jack upp á svið, stjörnurnar standa fyrir sínu því fiskarnir eru listrænt og hæfileikaríkt fólk, þeir eru sveigjanlegir og hafa mikið hugmyndaflug. Það er auðvelt fyrir þá að aðlagast aðstæðum og ólíkum menningarheimum, og þeir geta breytt persónuleika sínum, framkomu og hátterni eftir hentugleika. Betra gæti það ekki orðið fyrir leikara.

Það hefur líklega verið gaman fyrir Jack að vinna með Gwyneth Paltrow sem er vog, kannski að þau hafi eitthvað verið að skjóta sér, því vog og fiskur eiga mjög auðvelt með að hrífast af hvort öðru, enda bæði hjartahlý, rómantísk, þægileg í umgengni og eiga auk þess margt sameiginlegt. Það er helst að vogin verði að passa sig hversu viðkvæmur fiskurinn er.

Ef raunveruleikinn er eitthvað líkur bíómyndinni hefði Jack alveg eins getað orðið hrifinn af Matt Damon , þar sem hann er líka vog.

Annars eru góðir tímar framundan hjá Jack. Þar sem Júpiter er að færast inn í nautsmerkið ætti hann að geta öðlast víðari yfirsýn á framtíðina og gert sér grein fyrir að hæfileikar hann liggja víðar en í leiklistinni.

Aldrei að vita nema drengurinn taki sig til við að skrifa eitthvað skemmtilegt, ef ekki kvikmyndahandrit, enda hæfileikar fyrir hendi þar sem víðar, auk þess sem hann gekk nú í háskóla og kominn tími til að nota kunnáttuna fyrst hann er byrjaður að borga af námslánunum.