HANSON-bræðurnir ljóshærðu senda frá sér nýtt efni á næstunni, ungviðinu væntanlega til mikillar gleði og tilhlökkunar.

HANSON-bræðurnir ljóshærðu senda frá sér nýtt efni á næstunni, ungviðinu væntanlega til mikillar gleði og tilhlökkunar.

Nýtt lag, "If Only", verður gefið út í byrjun aprílmánaðar og stór breiðskífa fylgir í kjölfarið en hún mun bera heitið "This Time Around".

Síðan drengirnir "úmmboppuðu" sig inn í hjörtu ungra stúlkna hafa þeir vitanlega elst og þroskast. Isaac orðinn 19 ára, Taylor 16 og Zac heilla fjórtán vetra. Hin undurmjúka englarödd hefur vikið fyrir djúpum sandpappírstónum og vangarnir eru farnir að stinga. Þeir sungu um ástina áður en aldur þeirra náði tveggja stafa tölu svo gaman verður að heyra hvert viðfangsefnið verður í þetta skiptið. Nýja efnið er líka sagt bera þess glögg merki að strákarnir hafi þroskast töluvert og séu að fullorðnast sem tónlistarmenn.