EFTIRFARANDI ályktun fundar stjórnar og trúnaðarmannaráðs Vlf. Baldurs var gerð miðvikudaginn 1.

EFTIRFARANDI ályktun fundar stjórnar og trúnaðarmannaráðs Vlf. Baldurs var gerð miðvikudaginn 1. mars:

"Verkalýðsfélagið Baldur á Ísafirði skorar á öll félög láglaunafólks að standa saman í baráttunni fyrir raunverulegri launahækkun í núverandi kjaraviðræðum við atvinnurekendur.

Þrátt fyrir gífurlegar launahækkanir í landinu undanfarna mánuði virðist óbilgirni atvinnurekenda og stjórnvalda vera slík að þeir telji hlut verkafólks í efnahagsuppsveiflunni aðeins gefa svigrúm til launahækkana upp á 3-4.000 krónur á mánuði.

Þessi umræða er í hrópandi ósamræmi við þann veruleika sem blasir við almenningi þessa dagana þar sem mánaðarlaun upp á tvær til þrjár milljónir samþykktar af ríkisvaldinu og atvinnurekendum eru taldar eðlilegar á sama tíma sem talin er frekja hjá verkafólki að fara fram á 100 þúsund króna mánaðarlaun.

Verkalýðsfélagið Baldur skorar á verkafólk í Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík að slást í hópinn með öðru verkafólki í þessu landi og knýja fram launahækkun sem hæfir vinnandi fólki og tekur mið af því góðæri sem nú ríkir og verkafólk hefur átt drýgstan þátt í að skapa.

Sundruð verkalýðshreyfing nær engum árangri."

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri sem varð 28. febrúar sl. Áreksturinn varð klukkan 13:19 á gatnamótum

Suðurlandsbrautar og Faxafens. Þar var hvítri Toyota Corolla bifreið ekið austur Suðurlandsbraut og blárri Opel Vectra bifreið ekið norður Faxafen og inn á Suðurlandsbraut. Umferðarljós eru á gatnamótunum og

ber ökumönnum ekki saman um stöðu þeirra er áreksturinn varð.

Vitni að óhappinu eru vinsamlega beðin um að gefa sig fram við lögregluna í Reykjavík.