ENSKUR karlmaður um þrítugt, sem fór til Bandaríkjanna til að giftast konu sem hann kynntist á Netinu, varð fyrir áfalli lífs síns þegar hann komst að því að konan var 30 árum eldri en hann hélt. Og ekki nóg með það.

ENSKUR karlmaður um þrítugt, sem fór til Bandaríkjanna til að giftast konu sem hann kynntist á Netinu, varð fyrir áfalli lífs síns þegar hann komst að því að konan var 30 árum eldri en hann hélt.

Og ekki nóg með það. Í ljós kom að konan, Wynema Faye Shumate, 65 ára, hafði komið líkinu af sjötugum manni, sem bjó í sama húsi og hún, James O'Neil, fyrir í frystikistunni hjá sér og geymt þar mánuðum saman. Talið er að O'Neil hafi látizt af náttúrulegum orsökum og að Shumate hafi framfleytt sér á sparifé hans.

New York. The Daily Telegraph.

Höf.: New York. The Daily Telegraph