MÁLSTOFA um siðfræði og álitamál við virkjanir verður haldið mánudaginn 6. mars kl. 16-17.30, í Háskóla Íslands, í stofu 101 í Lögbergi.

MÁLSTOFA um siðfræði og álitamál við virkjanir verður haldið mánudaginn 6. mars kl. 16-17.30, í Háskóla Íslands, í stofu 101 í Lögbergi. Verkefnisstjórn um gerð rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, Siðfræðistofnun Háskólans og Landvernd standa fyrir málstofu um siðfræði og álitamál við virkjanir.

Á málstofunni verða flutt fjögur stutt framsöguerindi. Jón Ásgeir Kalmannsson kynnir helstu stefnur og strauma í náttúrusiðfræði. Þorvaldur Árnason náttúrufræðingur fjallar um umhverfis- og náttúruvernd á grundvelli náttúruhverfrar sýnar og Jakob Björnsson fyrrverandi orkumálstjóri um siðferði í samskiptum manns og náttúru. Að lokum mun Þorsteinn Hilmarsson heimspekingur fjalla um það hvort afleiðingar gerða okkar hafi siðferðilegt gildi. Að afloknum framsöguerindum verða opnar umræður.

Málstofan er öllum opin og aðgangur ókeypis.