LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir ökumanni Volvo-bifreiðar sem lenti í árekstri mánudaginn 28. febrúar og vitnum að sama árekstri. Áreksturinn varð um klukkan 15.30 á Grensásvegi við Ármúla milli þriggja bifreiða.

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir ökumanni Volvo-bifreiðar sem lenti í árekstri mánudaginn 28. febrúar og vitnum að sama árekstri.

Áreksturinn varð um klukkan 15.30 á Grensásvegi við

Ármúla milli þriggja bifreiða. Þarna mun dökkri Volvo-bifreið á gömlum skráningarnúmerum hafa verið ekið suður Grensásveg og við gatnamót Ármúla var bifreiðinni ekið aftan á rauða Suzuki Baleno bifreið, sem kastaðist við höggið aftan á bláa Opel Vectra bifreið. Þessar bifreiðir voru kyrrstæðar við gatnamótin.

Ökumaður Volvo bifreiðarinnar er beðinn að gefa sig fram við lögregluna í

Reykjavík, svo og þeir sem urðu vitni að óhappinu.

Ekið á bifreið í Faxafeni

Þá óskar lögreglan eftir vitnum að umferðaróhappi sem átti sér stað þann 2. mars sl. á milli kl. 12 og 18 á bílastæði við Faxafen 9. Ekið var á gráa VW Bora bifreið með skrásetningarnúmerinu AX-628. Er bifreiðin skemmd að framan eftir óhappið.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um óhappið eru beðnir að hafa samband við umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík.